Massa treystir á að Ferrari færi sér sigurbíl 29. janúar 2011 14:59 Fernado Alonso, Luca Montezemolo og Felipe Massa á frumsýningu Ferrari í gær. Mynd: Ferrari Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari. FIA refsaði Ferrari fyrir að láta Massa hleypa Alonso framúr í mótinu á Hockenheim, en Alonso varð í örðu sæti í heimsmeistaramótinu á eftir Sebastian Vettel, sem varð yngsti meistari sögunnar. Massa þarf eins og aðrir að takast á við nýtt ökutæki sem er hannað samkvæmt nýjum reglum og allir verða á Pirelli dekkjum á þessu ári, en voru á Bridgestone í fyrra. Þá verða tuttugu mót á árinu, þannig að keppnistímabilið verður lengra en í fyrra. Massa var spurður að því á heimasíðu Ferrari hvort hann hefði þurft að endurskoða æfingar hvað líkamann varðar. "Ég hef æft mikið. Venjulega er ég í Brasilíu, af því það er heitara þar og sumar. Í Evrópu er þetta erfiðara. Ég spáði líka í þyngdina útaf Kers", sagði Masssa, en um borð í Ferrari bílnum í ár og í fleiri bílum verður kerfi sem kallast Kers, en það nýtur umfarmorku frá bremsukerfinu til aflaukningar vélarinnar með sérstakri innspýtingu. Slíkur búnaður var notaður 2009 og hefur áhrif á þyngd bílanna, eins og annar búnaður. Í frétt Ferrari segir að akstursstíl Massa hafi ekki passað nógu vel við Ferrari bíl síðasta árs, en Massa telur að margt hafi breyst. "Ég vill vera samkeppnisfær frá fyrsta móti og tel að Pirelli dekkin muni hjálpa nér", sagði Massa um málið. "Í fyrra breytti Bridgestone framdekkjunum mikið miðað við 2009 dekkin og bíllinn varð mjög undirstýrður. Dekkin voru hörð og erfitt að koma réttum hita í þau. Ég reyndi að laga framdekkin, en þá virkuðu ekki afturdekkin sem skyldi og þetta var slagur. Pirelli virðist ætla vera með framdekk með meira grip. Það hentar mínum akstursstíl betur." Aðspurður um hvort hann hefði tryggingu frá liðinu að ekki yrðu einhverjar óþægilegarr uppákomur á tímabilinu sagði Massa; "Ég er að keppa í liði og vill vinna. Í treysti að liðinu 100% til að færa mér fullkominn bíl til að keppa til sigurs", sagði Massa. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari. FIA refsaði Ferrari fyrir að láta Massa hleypa Alonso framúr í mótinu á Hockenheim, en Alonso varð í örðu sæti í heimsmeistaramótinu á eftir Sebastian Vettel, sem varð yngsti meistari sögunnar. Massa þarf eins og aðrir að takast á við nýtt ökutæki sem er hannað samkvæmt nýjum reglum og allir verða á Pirelli dekkjum á þessu ári, en voru á Bridgestone í fyrra. Þá verða tuttugu mót á árinu, þannig að keppnistímabilið verður lengra en í fyrra. Massa var spurður að því á heimasíðu Ferrari hvort hann hefði þurft að endurskoða æfingar hvað líkamann varðar. "Ég hef æft mikið. Venjulega er ég í Brasilíu, af því það er heitara þar og sumar. Í Evrópu er þetta erfiðara. Ég spáði líka í þyngdina útaf Kers", sagði Masssa, en um borð í Ferrari bílnum í ár og í fleiri bílum verður kerfi sem kallast Kers, en það nýtur umfarmorku frá bremsukerfinu til aflaukningar vélarinnar með sérstakri innspýtingu. Slíkur búnaður var notaður 2009 og hefur áhrif á þyngd bílanna, eins og annar búnaður. Í frétt Ferrari segir að akstursstíl Massa hafi ekki passað nógu vel við Ferrari bíl síðasta árs, en Massa telur að margt hafi breyst. "Ég vill vera samkeppnisfær frá fyrsta móti og tel að Pirelli dekkin muni hjálpa nér", sagði Massa um málið. "Í fyrra breytti Bridgestone framdekkjunum mikið miðað við 2009 dekkin og bíllinn varð mjög undirstýrður. Dekkin voru hörð og erfitt að koma réttum hita í þau. Ég reyndi að laga framdekkin, en þá virkuðu ekki afturdekkin sem skyldi og þetta var slagur. Pirelli virðist ætla vera með framdekk með meira grip. Það hentar mínum akstursstíl betur." Aðspurður um hvort hann hefði tryggingu frá liðinu að ekki yrðu einhverjar óþægilegarr uppákomur á tímabilinu sagði Massa; "Ég er að keppa í liði og vill vinna. Í treysti að liðinu 100% til að færa mér fullkominn bíl til að keppa til sigurs", sagði Massa.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira