Vettel stoltur af fyrstu skrefunum 2. febrúar 2011 09:16 Sebastian Vettel um borð í nýja Red Bull bílnum. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins. "Það er betra að vera á toppnum, en botninum. Þetta var fyrsti dagurinn og við ókum 93 hringi sem er nokkuð afrek og við höfum aldrei náð svona miklu út úr fyrsta deginum síðustu ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Mér líður vel í bílnum og skemmti mér vel og þetta var góð byrjun. Það er mikið eftir og við eigum eftir að æfa mikið og svo er langt tímabil framundan með 20 mótum. Það getur margt breyst á þessum tíma og menn verða að halda sig við efnið." "Við höfum bara stigið fyrsta skrefið og erum stoltir af því. Það er erfitt að bera okkur saman við aðra, en McLaren er t.d. ekk byrjað að æfa á nýja bílnum. Við erum bara að æfa og með ólík markmið, en stóru liðin McLaren, Ferrari og Mercedes verða framarlega og Renault gæti komið á óvart. Þeir eru með áhugaverða nýjung. Við sjáum hvað setur. "Það hefur margt breyst frá fyrr ári og margir takka sem þarf að ýta á núna í stýrinu. Við sjáum til hvernig gengur með það og nýju dekkin. Bíllinn virðist öðruvísi, en þó ekki svo mjög", sagði Vettel. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins. "Það er betra að vera á toppnum, en botninum. Þetta var fyrsti dagurinn og við ókum 93 hringi sem er nokkuð afrek og við höfum aldrei náð svona miklu út úr fyrsta deginum síðustu ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Mér líður vel í bílnum og skemmti mér vel og þetta var góð byrjun. Það er mikið eftir og við eigum eftir að æfa mikið og svo er langt tímabil framundan með 20 mótum. Það getur margt breyst á þessum tíma og menn verða að halda sig við efnið." "Við höfum bara stigið fyrsta skrefið og erum stoltir af því. Það er erfitt að bera okkur saman við aðra, en McLaren er t.d. ekk byrjað að æfa á nýja bílnum. Við erum bara að æfa og með ólík markmið, en stóru liðin McLaren, Ferrari og Mercedes verða framarlega og Renault gæti komið á óvart. Þeir eru með áhugaverða nýjung. Við sjáum hvað setur. "Það hefur margt breyst frá fyrr ári og margir takka sem þarf að ýta á núna í stýrinu. Við sjáum til hvernig gengur með það og nýju dekkin. Bíllinn virðist öðruvísi, en þó ekki svo mjög", sagði Vettel.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira