Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á 30. desember 2011 02:00 Stuttu eftir að þessi mynd var tekin var ákveðið að aflífa kindina þar sem hún hafði misst svo mikið blóð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálfétinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhúsinu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni." Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annaðhvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kindinni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því.- sv Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálfétinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhúsinu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni." Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annaðhvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kindinni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því.- sv
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira