Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð 29. desember 2011 07:00 Kópavogur Tveir bæjarfulltrúar telja að Deloitte hafi boðið óeðlilega lágt til að tryggja fyrirtækinu endurskoðun fyrir Kópavogsbæ. Deloitte ætli hins vegar að bæta sér það upp með öðrum verkefnum hjá bænum.Fréttablaðið/Vilhelm Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira