Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar 29. desember 2011 01:30 Léttir Aðgerðir Mario Monti forsætisráðherra virðast hafa skilað árangri þar sem vaxtaálag ríkisskuldabréfa lækkaði í gær. NordicPhotos/AFP nordicphotos/AFP Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhaldsaðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. Í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj Fréttir Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhaldsaðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. Í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj
Fréttir Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira