Nær að hreyfa fætur og fingur 28. desember 2011 09:00 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. Fyrst eftir slysið var óttast að Fanney hefði lamast fyrir neðan háls, en brot var bæði á öðrum og þriðja hryggjarlið hennar. Eftir aðgerðina í gær var hún hins vegar komin með hreyfigetu í bæði fætur og fingur. „En það er lítið vitað um hvort einhver skaði er varanlegur, það kemur í ljós á næstu tveimur árum," segir Gísli Rafn Guðmundsson, bróðir Fanneyjar. „En þetta lofar allt mjög góðu." Að sögn Gísla verður Fanney á Ullevål-sjúkrahúsinu fram yfir áramót, en að því loknu taki við frekari endurhæfing ytra. Nánasta fjölskylda Fanneyjar er hjá henni úti í Ósló, en þau voru í jólaheimsókn í Geilo þegar slysið varð. Að sögn Gísla verður móðir þeirra áfram úti á meðan Fanney er að jafna sig. Fanney var meðvitundarlaus og andaði ekki þegar að henni var komið á slysstað. „Aðstoðarþjálfari á vettvangi komst fljótt til hennar. Hann náði að losa ól á brotnum hjálmi og setja hana í læsta hliðarlegu og þá tók hún aftur að anda," segir Gísli. Slysi Fanneyjar svipar til þess þegar Arna Sigríður Albertsdóttir hryggbrotnaði og lamaðist þegar hún lenti á tré í æfingaferð Skíðafélags Ísafjarðar til Geilo fyrir fimm árum. Hún var þá 16 ára. - óká Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. Fyrst eftir slysið var óttast að Fanney hefði lamast fyrir neðan háls, en brot var bæði á öðrum og þriðja hryggjarlið hennar. Eftir aðgerðina í gær var hún hins vegar komin með hreyfigetu í bæði fætur og fingur. „En það er lítið vitað um hvort einhver skaði er varanlegur, það kemur í ljós á næstu tveimur árum," segir Gísli Rafn Guðmundsson, bróðir Fanneyjar. „En þetta lofar allt mjög góðu." Að sögn Gísla verður Fanney á Ullevål-sjúkrahúsinu fram yfir áramót, en að því loknu taki við frekari endurhæfing ytra. Nánasta fjölskylda Fanneyjar er hjá henni úti í Ósló, en þau voru í jólaheimsókn í Geilo þegar slysið varð. Að sögn Gísla verður móðir þeirra áfram úti á meðan Fanney er að jafna sig. Fanney var meðvitundarlaus og andaði ekki þegar að henni var komið á slysstað. „Aðstoðarþjálfari á vettvangi komst fljótt til hennar. Hann náði að losa ól á brotnum hjálmi og setja hana í læsta hliðarlegu og þá tók hún aftur að anda," segir Gísli. Slysi Fanneyjar svipar til þess þegar Arna Sigríður Albertsdóttir hryggbrotnaði og lamaðist þegar hún lenti á tré í æfingaferð Skíðafélags Ísafjarðar til Geilo fyrir fimm árum. Hún var þá 16 ára. - óká
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira