Landsdómur og hrun tefur sýningarhaldið 27. desember 2011 04:00 Ein meginrökin fyrir því að Þjóðminjasafnið tekur yfir rekstur hússins er sú reynsla sem þar er innandyra við slíkan rekstur. fréttablaðið/gva Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira