Fínn frumburður Freyr Bjarnason skrifar 22. desember 2011 10:15 Taktarnir eru ferskir og rímurnar flæða áreynslulaust áfram. Tónlist. Úlfur úlfur. Föstudagurinn langi. Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir 2009. Á Föstudeginum langa blanda strákarnir saman rappi, poppi og hugljúfu hipphoppi á áhugaverðan hátt. Taktarnir eru ferskir og rímurnar flæða áreynslulaust áfram þar sem skemmtanalífið og stelpur eru helsta yrkisefnið. Rapparinn Emmsjé Gauti er gestur í fínu upphafslaginu Á meðan ég er ungur og Þórarinn Guðna úr Agent Fresco aðstoðar við Úrið mitt er stopp, þar sem seiðandi píanóstef blandast listilega saman við hipphoppið. Það er besta lag plötunnar ásamt titillaginu, þar sem textabrot úr Þú komst við hjartað í mér er föndrað fagmannlega inn í rímurnar. Önnur eftirtektarverð lög eru Svörtu augun þín og Í nótt. Arnar Dan úr Agent Fresco syngur svo í ágætu lokalaginu Út, og gerir það vel. Sem sagt: Fínn frumburður þar sem vandað er til verka. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Úlfur úlfur. Föstudagurinn langi. Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir 2009. Á Föstudeginum langa blanda strákarnir saman rappi, poppi og hugljúfu hipphoppi á áhugaverðan hátt. Taktarnir eru ferskir og rímurnar flæða áreynslulaust áfram þar sem skemmtanalífið og stelpur eru helsta yrkisefnið. Rapparinn Emmsjé Gauti er gestur í fínu upphafslaginu Á meðan ég er ungur og Þórarinn Guðna úr Agent Fresco aðstoðar við Úrið mitt er stopp, þar sem seiðandi píanóstef blandast listilega saman við hipphoppið. Það er besta lag plötunnar ásamt titillaginu, þar sem textabrot úr Þú komst við hjartað í mér er föndrað fagmannlega inn í rímurnar. Önnur eftirtektarverð lög eru Svörtu augun þín og Í nótt. Arnar Dan úr Agent Fresco syngur svo í ágætu lokalaginu Út, og gerir það vel. Sem sagt: Fínn frumburður þar sem vandað er til verka.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira