Pistillinn: Ekki sjá eftir neinu þegar ferlinum lýkur Hlynur Bæringsson skrifar 17. desember 2011 07:30 Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Pistillinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sjá meira
Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning.
Pistillinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sjá meira