Ágætar veiðisögur Trausti Hafliðason skrifar 16. desember 2011 11:00 Stórlaxar. Bækur. Stórlaxar. Þór Jónsson og Gunnar Bender. Tindur. Bókin Stórlaxar eftir þá Þór Jónsson og Gunnar Bender er ein fjölmargra bóka um veiði sem komið hefur í bókaverslanir fyrir þessi jól. Bókin er viðtalsbók, þar sem rætt er við sjö veiðimenn. Hún er sjálfstætt framhald bókar sem kom út árið 1986 og nefndist einnig Stórlaxar. Höfundar þeirrar bókar voru Gunnar Bender og Eggert Skúlason. Í nýju bókinni er rætt við Kristin Sigmundsson óperusöngvara, Ragnheiði Thorsteinsson dagskrárgerðarmann, Njörð P. Njarðvík, prófessor og rithöfund, Björn Kristin Rúnarsson leiðsögumann, Ólaf Rögnvaldsson framkvæmdastjóra, Guðmund Þ. Guðmundsson handboltaþjálfara og Árna Baldursson, sem oftast er kenndur við Lax-á. Viðtalsformið er skemmtilegt í veiðibókum. Hver kafli er sjálfstæð frásögn, um fimmtán til tuttugu síðna löng, og því þægilegt að hafa bókina á náttborðinu og lesa einn kafla fyrir svefninn. Bókin er ágætlega skrifuð þó að textinn hefði sums staðar mátt flæða betur. Maður fær það stundum á tilfinninguna að spurningar hafi verið sendar til viðmælenda og þeim svarað skriflega. Þó veit ég ekkert hvort það er reyndin. Þetta á þó ekki við um alla kafla bókarinnar. Frásagnir þeirra Kristins, Njarðar og Árna standa upp úr. Árni Baldursson segir ekki bara veiðisögur heldur segir einnig frá því hvernig hann byggði upp fyrirtækið sitt Lax-á og er það einkar fróðleg lesning. Útlit bókarinnar verður seint talið fallegt og dregur það bókina niður. Kápan er illa hönnuð og í besta falli klaufalegt hvernig sporður og haus laxanna eru skornir af á forsíðumyndinni. Annars eru fjölmargar myndir í bókinni, margar hverjar mjög skemmtilegar. Myndakaflinn hefði þó orðið betri ef myndirnar hefðu verið grisjaðar og lögð áhersla á að hafa færri en stærri myndir. Trausti Hafliðason Niðurstaða: Bók sem veiðimenn munu vafalítið hafa gaman af því að lesa. Nauðsynlegt hefði verið að leggja meiri vinnu í útlit og nostra eilítið meira við textann. Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur. Stórlaxar. Þór Jónsson og Gunnar Bender. Tindur. Bókin Stórlaxar eftir þá Þór Jónsson og Gunnar Bender er ein fjölmargra bóka um veiði sem komið hefur í bókaverslanir fyrir þessi jól. Bókin er viðtalsbók, þar sem rætt er við sjö veiðimenn. Hún er sjálfstætt framhald bókar sem kom út árið 1986 og nefndist einnig Stórlaxar. Höfundar þeirrar bókar voru Gunnar Bender og Eggert Skúlason. Í nýju bókinni er rætt við Kristin Sigmundsson óperusöngvara, Ragnheiði Thorsteinsson dagskrárgerðarmann, Njörð P. Njarðvík, prófessor og rithöfund, Björn Kristin Rúnarsson leiðsögumann, Ólaf Rögnvaldsson framkvæmdastjóra, Guðmund Þ. Guðmundsson handboltaþjálfara og Árna Baldursson, sem oftast er kenndur við Lax-á. Viðtalsformið er skemmtilegt í veiðibókum. Hver kafli er sjálfstæð frásögn, um fimmtán til tuttugu síðna löng, og því þægilegt að hafa bókina á náttborðinu og lesa einn kafla fyrir svefninn. Bókin er ágætlega skrifuð þó að textinn hefði sums staðar mátt flæða betur. Maður fær það stundum á tilfinninguna að spurningar hafi verið sendar til viðmælenda og þeim svarað skriflega. Þó veit ég ekkert hvort það er reyndin. Þetta á þó ekki við um alla kafla bókarinnar. Frásagnir þeirra Kristins, Njarðar og Árna standa upp úr. Árni Baldursson segir ekki bara veiðisögur heldur segir einnig frá því hvernig hann byggði upp fyrirtækið sitt Lax-á og er það einkar fróðleg lesning. Útlit bókarinnar verður seint talið fallegt og dregur það bókina niður. Kápan er illa hönnuð og í besta falli klaufalegt hvernig sporður og haus laxanna eru skornir af á forsíðumyndinni. Annars eru fjölmargar myndir í bókinni, margar hverjar mjög skemmtilegar. Myndakaflinn hefði þó orðið betri ef myndirnar hefðu verið grisjaðar og lögð áhersla á að hafa færri en stærri myndir. Trausti Hafliðason Niðurstaða: Bók sem veiðimenn munu vafalítið hafa gaman af því að lesa. Nauðsynlegt hefði verið að leggja meiri vinnu í útlit og nostra eilítið meira við textann.
Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira