Vill 1,3 milljónir króna frá Birni Bjarnasyni 15. desember 2011 06:30 Björn Bjarnason Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira