Lífeyrissjóðir fengu ekki að fjárfesta 15. desember 2011 05:30 keldnaholt Meðal þess sem lífeyrissjóðirnir horfðu til varðandi fjárfestingu var land við Keldnaholt og Keldnaland. Þeir voru reiðubúnir til að kaupa landið og lána Reykjavíkurborg. fréttablaðið/vilhelm Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira