Vill klára að semja og þjóðin fái að kjósa 14. desember 2011 04:30 fjármálaráðherra Segir ekki sjálfgefið að ný aðildarríki að Evrópusambandinu þurfi að taka upp evru. Hann vill ljúka samningum og bera undir þjóðina; annars væri til lítils farið í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira