Flestir ætla að eyða svipað miklu í jólagjafir og í fyrra 13. desember 2011 06:00 Jólagjafir Margir eru byrjaðir að huga að kaupum á jólagjöfum, en fáir ætla að eyða meiru en í fyrra í gjafirnar. Fréttablaðið/Stefán Landsmenn ætla ýmist að eyða svipuðum upphæðum og í fyrra til jólagjafakaupa, eða eyða lægri upphæðum en fyrir síðustu jól, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 58,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að eyða svipuðum upphæðum og í fyrra í jólagjafirnar. Um 33,5 prósent ætla að eyða minni peningum en á síðasta ári. Aðeins 7,8 prósent segjast reikna með að eyða hærri fjárhæðum í jólagjafakaupin. Karlar virðast örlítið líklegri en konur til að ætla að auka við útgjöldin eða halda þeim óbreyttum. Um 31,7 prósent karla segjast ætla að eyða minna fé, 60,1 prósent svipuðu og í fyrra, og 8,2 prósent hærri fjárhæðum. Um 35,4 prósent kvenna ætla að draga úr útgjöldum, 57,3 prósent halda þeim óbreyttum en 7,4 prósent eyða meiru. Þeir sem eldri eru virðast aðhaldssamari í jólagjafakaupunum en yngra fólk. Um 10,6 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ætla að eyða meiru í jólagjafirnar í ár, en 4,1 prósent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að eyða minni eða meiri peningum í jólagjafir í ár samanborið við síðustu jól? Alls tóku 97,3 prósent afstöðu.- bj Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Landsmenn ætla ýmist að eyða svipuðum upphæðum og í fyrra til jólagjafakaupa, eða eyða lægri upphæðum en fyrir síðustu jól, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 58,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að eyða svipuðum upphæðum og í fyrra í jólagjafirnar. Um 33,5 prósent ætla að eyða minni peningum en á síðasta ári. Aðeins 7,8 prósent segjast reikna með að eyða hærri fjárhæðum í jólagjafakaupin. Karlar virðast örlítið líklegri en konur til að ætla að auka við útgjöldin eða halda þeim óbreyttum. Um 31,7 prósent karla segjast ætla að eyða minna fé, 60,1 prósent svipuðu og í fyrra, og 8,2 prósent hærri fjárhæðum. Um 35,4 prósent kvenna ætla að draga úr útgjöldum, 57,3 prósent halda þeim óbreyttum en 7,4 prósent eyða meiru. Þeir sem eldri eru virðast aðhaldssamari í jólagjafakaupunum en yngra fólk. Um 10,6 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ætla að eyða meiru í jólagjafirnar í ár, en 4,1 prósent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að eyða minni eða meiri peningum í jólagjafir í ár samanborið við síðustu jól? Alls tóku 97,3 prósent afstöðu.- bj
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira