Hart og hrátt hjá Gímaldin Trausti Júlíusson skrifar 11. desember 2011 10:00 Þú ert ekki sá sem ég valdi með Gímaldin. Tónlist. Þú ert ekki sá sem ég valdi. Gímaldin og félagar. Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endilega máli hverra manna söngvarar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sameiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráðskemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Lagasmíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínusinn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari.Rokk Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. Mynd/ValliÞað eru samt nokkur frábær lög hér, þ.ám. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýslar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari. Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Þú ert ekki sá sem ég valdi. Gímaldin og félagar. Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endilega máli hverra manna söngvarar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sameiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráðskemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Lagasmíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínusinn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari.Rokk Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. Mynd/ValliÞað eru samt nokkur frábær lög hér, þ.ám. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýslar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari.
Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira