Lífið heldur áfram þótt við dettum út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2011 07:00 7. desember 2005 Wayne Rooney getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap á móti Benfica í Lissabon sem kostaði Manchester United sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2005-2006. Nordicphotos/getty Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil. Auðveldi riðillinn hjá Manchester United hefur reynst aðeins erfiðari en menn spáðu fyrir þegar liðin komu upp úr pottinum í haust. Benfica tryggði sig áfram með 2-2 jafntefli á Old Trafford í síðustu umferð, sem þýðir að Basel og United spila úrslitaleik um hitt sætið á St. Jakob-Park í Basel í kvöld. Manchester-menn eru stigi á undan Svisslendingunum og nægir því jafntefli í leiknum. „Eina forskotið sem við höfum fyrir þennan leik er að Basel verður að vinna og þarf því að spila til sigurs," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Javier Hernández og Dimitar Berbatov eru báðir frá vegna ökklameiðsla og Ferguson mun treysta á Wayne Rooney og Danny Welbeck í framlínunni þótt sá síðarnefndi sé að koma til baka eftir meiðsli. Manchester United hefur aðeins þrisvar sinnum setið eftir í sínum riðli í sögu Meistaradeildarinnar og það gerðist síðast tímabilið 2005-2006, þegar tap á útivelli á móti Benfica þýddi að liðið endaði í fjórða og síðasta sæti síns riðils. Sá leikur fór fram fyrir nákvæmlega sex árum, hinn 7. desember 2005. Ensku meistararnir hafa ekki verið allt of sannfærandi síðustu vikur og því eru stuðningsmenn liðsins langt frá því að vera vissir um að komast áfram á útivelli á móti liði sem skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum í leik liðanna á Old Trafford. Möguleikar Manchester City eru hins vegar langt frá því að vera eins góðir og hjá nágrönnunum. City tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Napoli í síðustu umferð og þarf því bæði að vinna topplið Bayern München og treysta á að að botnlið Villarreal taki stig af Napoli, sem er með stigi meira en City og betri árangur í innbyrðisleikjum. „Lífið heldur áfram þótt við dettum út úr Meistaradeildinni. Við munum þá bara spila í Evrópudeildinni og reyna að vinna hana. Við gerðum nokkur mistök í þessum riðli og þá geta svona hlutir gerst," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. „Við viljum ekki gefa neinar jólagjafir. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart Napoli, fyrir utan það að 800 þúsund evrur eru ágætur jólabónus. Við þurfum á peningunum að halda en Manchester hefur sinn eigin sjeik," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, og það voru fleiri að skjóta á City-liðið. „Það verður gott fyrir Meistaradeildina ef City dettur út. Fótboltinn er leikur þar sem menn þurfa alltaf að vera að sanna sig," sagði Thomas Müller, framherji Bayern. Ajax nægir stig á heimavelli á móti Real Madrid til að komast áfram en fer líka áfram með tapi ef Lyon tekst ekki að vinna upp 7 mörk á hollenska liðið. Liðin eru jöfn innbyrðis en á sama tíma og markatala Ajax er +3 (6-3) er markatala franska liðsins -4 (2-6). Inter Milan er komið áfram í B-riðli en öll hin þrjú lið riðilsins eiga enn möguleika á að fylgja þeim. Trabzonspor er með stigi meira en Lille og CSKA Moskva. Lille tekur á móti Trabzonspor og bæði lið fara áfram með sigri. CSKA Moskva verður að vinna Inter og treysta á að Lille og Trabzonspor geri jafntefli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil. Auðveldi riðillinn hjá Manchester United hefur reynst aðeins erfiðari en menn spáðu fyrir þegar liðin komu upp úr pottinum í haust. Benfica tryggði sig áfram með 2-2 jafntefli á Old Trafford í síðustu umferð, sem þýðir að Basel og United spila úrslitaleik um hitt sætið á St. Jakob-Park í Basel í kvöld. Manchester-menn eru stigi á undan Svisslendingunum og nægir því jafntefli í leiknum. „Eina forskotið sem við höfum fyrir þennan leik er að Basel verður að vinna og þarf því að spila til sigurs," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Javier Hernández og Dimitar Berbatov eru báðir frá vegna ökklameiðsla og Ferguson mun treysta á Wayne Rooney og Danny Welbeck í framlínunni þótt sá síðarnefndi sé að koma til baka eftir meiðsli. Manchester United hefur aðeins þrisvar sinnum setið eftir í sínum riðli í sögu Meistaradeildarinnar og það gerðist síðast tímabilið 2005-2006, þegar tap á útivelli á móti Benfica þýddi að liðið endaði í fjórða og síðasta sæti síns riðils. Sá leikur fór fram fyrir nákvæmlega sex árum, hinn 7. desember 2005. Ensku meistararnir hafa ekki verið allt of sannfærandi síðustu vikur og því eru stuðningsmenn liðsins langt frá því að vera vissir um að komast áfram á útivelli á móti liði sem skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum í leik liðanna á Old Trafford. Möguleikar Manchester City eru hins vegar langt frá því að vera eins góðir og hjá nágrönnunum. City tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Napoli í síðustu umferð og þarf því bæði að vinna topplið Bayern München og treysta á að að botnlið Villarreal taki stig af Napoli, sem er með stigi meira en City og betri árangur í innbyrðisleikjum. „Lífið heldur áfram þótt við dettum út úr Meistaradeildinni. Við munum þá bara spila í Evrópudeildinni og reyna að vinna hana. Við gerðum nokkur mistök í þessum riðli og þá geta svona hlutir gerst," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. „Við viljum ekki gefa neinar jólagjafir. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart Napoli, fyrir utan það að 800 þúsund evrur eru ágætur jólabónus. Við þurfum á peningunum að halda en Manchester hefur sinn eigin sjeik," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, og það voru fleiri að skjóta á City-liðið. „Það verður gott fyrir Meistaradeildina ef City dettur út. Fótboltinn er leikur þar sem menn þurfa alltaf að vera að sanna sig," sagði Thomas Müller, framherji Bayern. Ajax nægir stig á heimavelli á móti Real Madrid til að komast áfram en fer líka áfram með tapi ef Lyon tekst ekki að vinna upp 7 mörk á hollenska liðið. Liðin eru jöfn innbyrðis en á sama tíma og markatala Ajax er +3 (6-3) er markatala franska liðsins -4 (2-6). Inter Milan er komið áfram í B-riðli en öll hin þrjú lið riðilsins eiga enn möguleika á að fylgja þeim. Trabzonspor er með stigi meira en Lille og CSKA Moskva. Lille tekur á móti Trabzonspor og bæði lið fara áfram með sigri. CSKA Moskva verður að vinna Inter og treysta á að Lille og Trabzonspor geri jafntefli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira