Bjarki Már: Lyftingarnar í sumar eru að skila sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2011 06:00 Bjarki var valinn í landsliðið á dögunum og þar ætlar hann að festa sig í sessi.fréttablaðið/stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur. Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira