Banntrúarmenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 5. desember 2011 06:00 Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Þessi félagsskapur hefur vakið athygli fyrir opinskáa andúð á kristinni kirkju og kristinni kenningu og þótti sumum skemmtilegt þegar maður á þeirra vegum kom sér fyrir í miðjum prestahópi í búningi fígúru úr Stjörnustríðsmyndunum, Svarthöfða. Margt í skrifum þessara manna um presta og þjóðkirkjuna er fullt af hatri og heift og manni verður eiginlega ekki um sel að lesa sumt af því sem Börkur rekur af bloggi og spjallsíðum þessara manna. RéttrúnaðurinnFélagið líkist heittrúarflokki: óþolið gagnvart þeim sem aðhyllast aðrar hugmyndir virðist algert; löngunin til að niðurlægja þá sem ekki hugsa eins og vanvirða það sem öðrum er heilagt; þörfin fyrir að breiða sem víðast út hugmyndir hópsins svo að allir sjái ljósið; þörfin fyrir að vera sífellt að tala saman til að þétta raðir sínar og stappa í sig stálinu – og efast aldrei. Hér á landi var kirkjan svo sterk um aldir að nánast er hægt að tala um nokkurs konar trúræði, teókratíu. Prestar voru andlegir leiðtogar um allt land, komu á hvert heimili og litu eftir því að allir væru læsir – og hvað fólkið læsi. Þegar maður les lýsingar manna á borð við Þórberg Þórðarson á þeim kristindómi sem iðkaður var af alþýðufólki hér á landi fram á tuttugustu öld skynjar maður að þetta hugmyndakerfi hefur verið áþján leitandi sálum. Þannig er það með allan rétttrúnað, alla hugmyndafræði sem öllum er gert að játast undir, hversu sem hún kann að samrýmast heimsmynd og reynslu að öðru leyti. Er kirkjan slíkt andlegt vald nú á dögum? Er boðskapur hennar jafn íþyngjandi? Því fer fjarri. Hún býður upp á samtal. En þá verður að tala við hana – ekki bara standa og öskra. Akademískt frelsiMeðal þeirra stofnana sem helst eru til þess fallnar að efla með fólki frjálsa hugsun eru háskólarnir. Þar innan veggja ræðir fólk hugmyndir og tileinkar sér þankagang sem jafnvel kann að virðast ankannalegur; þar skipar fólk hugmyndum sínum í margvísleg kerfi, skoðar heiminn undir ljósi ólíkra hugmynda, rökræðir – leitar. Þar er sannleikurinn fyrirheitna landið en ekki upphafsstaðurinn. Þar talar fólk saman, skrifar og rannsakar, eftir tilteknum hefðum sem ná langt aftur í aldir, og maður hefði raunar haldið að Vantrúarmenn með alla sína vísindahyggju vildu hafa í heiðri. Í háskóla þarf að ríkja frelsi og frjálslegt andrúmsloft. Þar þurfa kennarar í bókmenntafræði að geta sagt eitthvað – eða jafnvel ekki neitt – um bækurnar mínar án þess að eiga á hættu að ég komi klagandi. En þá er jafnframt grundvallaratriði að leitast sé við af fremsta megni að vanda valið á kennurum þar og að það fari fram eftir skýrum reglum við að meta hæfi þeirra. Til þess verðum við að treysta háskólunum. Sem sagt. Það á að þurfa mikið til að grípa fram fyrir hendurnar á kennara og veita honum áminningu. Þegar kennari í guðfræðideild víkur að félagsskapnum Vantrú í tímum í guðfræði er hann væntanlega að skoða þennan félagsskap í tilteknu samhengi sinna fræða, á tiltekinn akademískan hátt eins og honum er bæði frjálst og skylt að gera í þessu umhverfi. Félagsskapurinn Vantrú hafði fregnir af því að Bjarni Randver hefði fjallað um starfsemi hans og annarra félaga. Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist: Bjarni Randver situr nú uppi með mikinn lögfræðikostnað og mikla armæðu við að verjast atlögum hinna kátu félaga í Vantrú, sem samkvæmt grein Barkar virðast hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt. Ekki er að sjá að Siðanefnd hafi gætt þess að Bjarni fengi sanngjarna málsmeðferð og það er ekki fyrr en Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, gengur í málið vegna þess að honum ofbýður málatilbúnaðurinn, að Bjarni fær stuðning innan veggja HÍ. Það er alltaf hættulegt þegar hugmyndabaráttan fer yfir á svið lögfræðinnar. Það er alltaf ömurlegt þegar hópur manna hefur samráð um að ráðast að einum einstaklingi. Vantrúarmenn krefjast af miklum tilfinningahita þess réttar síns að fá að trúa ekki á guð – þó að þess hafi ekki orðið vart að nokkur hafi bannað þeim það. Þeir hafa kannski ekki mætt þeirri mótstöðu sem þeir höfðu ef til vill vænst af hinni mildu og ögn syfjulegu þjóðkirkju sem komin er langan veg frá þeirri andlegu alræðisstofnun sem hún eitt sinn var. Í máli Bjarna Randvers virðast þeir Vantrúarmenn hafa teygt sig of langt í eftirsókn sinni eftir píslarvætti. Vopnin hafa snúist í höndum þeirra. Vantrúarmenn eru allt í einu orðnir Banntrúarmenn. Hitt er verra, að með kæru sinni, sem byggir á túlkun þeirra á glærum sem þeir komust yfir, vega þeir að akademísku frelsi fræðimanna við HÍ og leitast við að stjórna umfjöllun um sig sem þar kann að fara fram. Furðulegt er að Háskóli Íslands hafi ekki varist þessari atlögu af meiri krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Þessi félagsskapur hefur vakið athygli fyrir opinskáa andúð á kristinni kirkju og kristinni kenningu og þótti sumum skemmtilegt þegar maður á þeirra vegum kom sér fyrir í miðjum prestahópi í búningi fígúru úr Stjörnustríðsmyndunum, Svarthöfða. Margt í skrifum þessara manna um presta og þjóðkirkjuna er fullt af hatri og heift og manni verður eiginlega ekki um sel að lesa sumt af því sem Börkur rekur af bloggi og spjallsíðum þessara manna. RéttrúnaðurinnFélagið líkist heittrúarflokki: óþolið gagnvart þeim sem aðhyllast aðrar hugmyndir virðist algert; löngunin til að niðurlægja þá sem ekki hugsa eins og vanvirða það sem öðrum er heilagt; þörfin fyrir að breiða sem víðast út hugmyndir hópsins svo að allir sjái ljósið; þörfin fyrir að vera sífellt að tala saman til að þétta raðir sínar og stappa í sig stálinu – og efast aldrei. Hér á landi var kirkjan svo sterk um aldir að nánast er hægt að tala um nokkurs konar trúræði, teókratíu. Prestar voru andlegir leiðtogar um allt land, komu á hvert heimili og litu eftir því að allir væru læsir – og hvað fólkið læsi. Þegar maður les lýsingar manna á borð við Þórberg Þórðarson á þeim kristindómi sem iðkaður var af alþýðufólki hér á landi fram á tuttugustu öld skynjar maður að þetta hugmyndakerfi hefur verið áþján leitandi sálum. Þannig er það með allan rétttrúnað, alla hugmyndafræði sem öllum er gert að játast undir, hversu sem hún kann að samrýmast heimsmynd og reynslu að öðru leyti. Er kirkjan slíkt andlegt vald nú á dögum? Er boðskapur hennar jafn íþyngjandi? Því fer fjarri. Hún býður upp á samtal. En þá verður að tala við hana – ekki bara standa og öskra. Akademískt frelsiMeðal þeirra stofnana sem helst eru til þess fallnar að efla með fólki frjálsa hugsun eru háskólarnir. Þar innan veggja ræðir fólk hugmyndir og tileinkar sér þankagang sem jafnvel kann að virðast ankannalegur; þar skipar fólk hugmyndum sínum í margvísleg kerfi, skoðar heiminn undir ljósi ólíkra hugmynda, rökræðir – leitar. Þar er sannleikurinn fyrirheitna landið en ekki upphafsstaðurinn. Þar talar fólk saman, skrifar og rannsakar, eftir tilteknum hefðum sem ná langt aftur í aldir, og maður hefði raunar haldið að Vantrúarmenn með alla sína vísindahyggju vildu hafa í heiðri. Í háskóla þarf að ríkja frelsi og frjálslegt andrúmsloft. Þar þurfa kennarar í bókmenntafræði að geta sagt eitthvað – eða jafnvel ekki neitt – um bækurnar mínar án þess að eiga á hættu að ég komi klagandi. En þá er jafnframt grundvallaratriði að leitast sé við af fremsta megni að vanda valið á kennurum þar og að það fari fram eftir skýrum reglum við að meta hæfi þeirra. Til þess verðum við að treysta háskólunum. Sem sagt. Það á að þurfa mikið til að grípa fram fyrir hendurnar á kennara og veita honum áminningu. Þegar kennari í guðfræðideild víkur að félagsskapnum Vantrú í tímum í guðfræði er hann væntanlega að skoða þennan félagsskap í tilteknu samhengi sinna fræða, á tiltekinn akademískan hátt eins og honum er bæði frjálst og skylt að gera í þessu umhverfi. Félagsskapurinn Vantrú hafði fregnir af því að Bjarni Randver hefði fjallað um starfsemi hans og annarra félaga. Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist: Bjarni Randver situr nú uppi með mikinn lögfræðikostnað og mikla armæðu við að verjast atlögum hinna kátu félaga í Vantrú, sem samkvæmt grein Barkar virðast hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt. Ekki er að sjá að Siðanefnd hafi gætt þess að Bjarni fengi sanngjarna málsmeðferð og það er ekki fyrr en Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, gengur í málið vegna þess að honum ofbýður málatilbúnaðurinn, að Bjarni fær stuðning innan veggja HÍ. Það er alltaf hættulegt þegar hugmyndabaráttan fer yfir á svið lögfræðinnar. Það er alltaf ömurlegt þegar hópur manna hefur samráð um að ráðast að einum einstaklingi. Vantrúarmenn krefjast af miklum tilfinningahita þess réttar síns að fá að trúa ekki á guð – þó að þess hafi ekki orðið vart að nokkur hafi bannað þeim það. Þeir hafa kannski ekki mætt þeirri mótstöðu sem þeir höfðu ef til vill vænst af hinni mildu og ögn syfjulegu þjóðkirkju sem komin er langan veg frá þeirri andlegu alræðisstofnun sem hún eitt sinn var. Í máli Bjarna Randvers virðast þeir Vantrúarmenn hafa teygt sig of langt í eftirsókn sinni eftir píslarvætti. Vopnin hafa snúist í höndum þeirra. Vantrúarmenn eru allt í einu orðnir Banntrúarmenn. Hitt er verra, að með kæru sinni, sem byggir á túlkun þeirra á glærum sem þeir komust yfir, vega þeir að akademísku frelsi fræðimanna við HÍ og leitast við að stjórna umfjöllun um sig sem þar kann að fara fram. Furðulegt er að Háskóli Íslands hafi ekki varist þessari atlögu af meiri krafti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun