Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 06:00 J‘Nathan Bullock fór á kostum með Grindavíkurliðinu á úrslitahelginni í Lengjubikarnum. Mynd/Stefán Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira