Eva Dögg Þorsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta E-lista í sveitarstjórn Mýrdalshrepps, segir forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa sýnt sér og þingmönnum Suðurlandskjördæmis óvirðingu á fundi. „Við erum farin að búa við menningu sem einkennist af virðingarleysi og yfirgangi,“ bókaði Eva á fundi sveitarstjórnar og bætti við: „Guð blessi Mýrdalshrepp og samskipti innan hans.“
Sveitarstjóri og meirihluti sveitarstjórnar bókuðu þá mótmæli við „aðdróttunum um ósæmilega hegðun gagnvart þingmönnum og fulltrúa E-listans“. - gar
Drottinn blessi Mýrdalshrepp
