Karlmaður og kona um tvítugt hafa verið ákærð fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefnalagabrot.
Parinu er gefið að sök að hafa laugardaginn 17. september síðastliðinn haft í vörslu sinni nær níu grömm af kannabisefnum ætluð til sölu og dreifingar. Lögreglan fann efnin við húsleit heima hjá þeim í Reykjanesbæ.
Efnin fundust á tveimur stöðum í íbúðinni. Í einu af svefnherbergjum hennar fann lögregla málningarfötu sem í voru um átta grömm af kannabisefnum þar af voru í sex grömm sölueiningum. Upp undir gramm var svo falið í þvottahúsi íbúðarinnar.- jss
Kannabisefni í málningarfötu
