Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir 2. desember 2011 06:00 hvalfjarðargöngin Maðurinn gafst upp á akstrinum þegar hann var rétt kominn niður í göngin, enda réði hann ekkert við bílinn. Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss Fréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss
Fréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira