Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn 2. desember 2011 03:45 Katrín Jakobsdóttir Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira