Með burðargetu á við fimmtíu sæstrengi 30. nóvember 2011 04:30 ráðherrar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov, rússneskur starfsbróðir hans, ræddu meðal annars lagningu sæstrengs milli Íslands og Rússlands. Nýr hátæknisæstrengur milli Íslands og Rússlands gæti orðið að veruleika á næstunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti yfir áhuga sínum á lagningunni á blaðamannafundi með Össuri Skarphéðinssyni í Moskvu í gær. Össur segir það markmið stjórnvalda að gera Ísland að miðstöð fjarskipta og gagnaflutninga á norðurslóðum. Strengurinn hefði burðargetu sem samsvaraði heildargetu allra hinna fimmtíu strengjanna sem nú þegar liggi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Össur hefur á síðustu mánuðum verið í samskiptum við Rússa um lagningu strengsins. Fyrirtækið Polarnet í Rússlandi, sem vinnur nú að lagningu strengs frá Arkangelsk við Hvítahaf austur til Asíu, mun leggja strenginn áfram til Íslands í samvinnu við íslenska fyrirtækið Norline, ef samningar nást. Kostnaður við strenginn verður um 150 milljónir Bandaríkjaríkjadala og er áætlað að hefja undirbúning um mitt næsta ár. Aðrir aðilar vinna nú að lagningu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkjanna, sem á að komast í gagnið næsta ár. Össur segir hugmyndina hafa sprottið upp í umræðum um að auka mikilvægi Íslands á norðurslóðum. Hún lofi góðu og geti örvað mjög viðskipti við Ísland varðandi gagnaver og gagnaflutninga. „Ísland hefur allt sem til þarf, bæði samkeppnishæfa orku og fyrsta flokks tengingar, bæði til Evrópu um strengina til Danmerkur og Skotlands. Síðan er komin tenging til Grænlands sem liggur áfram til Kanada. Þegar fjarskiptastrengurinn til Bandaríkjanna er kominn í gagnið er varla hægt að hugsa sér betri kost fyrir Rússa en að tengjast Íslandi,“ segir Össur. - þj Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Nýr hátæknisæstrengur milli Íslands og Rússlands gæti orðið að veruleika á næstunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti yfir áhuga sínum á lagningunni á blaðamannafundi með Össuri Skarphéðinssyni í Moskvu í gær. Össur segir það markmið stjórnvalda að gera Ísland að miðstöð fjarskipta og gagnaflutninga á norðurslóðum. Strengurinn hefði burðargetu sem samsvaraði heildargetu allra hinna fimmtíu strengjanna sem nú þegar liggi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Össur hefur á síðustu mánuðum verið í samskiptum við Rússa um lagningu strengsins. Fyrirtækið Polarnet í Rússlandi, sem vinnur nú að lagningu strengs frá Arkangelsk við Hvítahaf austur til Asíu, mun leggja strenginn áfram til Íslands í samvinnu við íslenska fyrirtækið Norline, ef samningar nást. Kostnaður við strenginn verður um 150 milljónir Bandaríkjaríkjadala og er áætlað að hefja undirbúning um mitt næsta ár. Aðrir aðilar vinna nú að lagningu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkjanna, sem á að komast í gagnið næsta ár. Össur segir hugmyndina hafa sprottið upp í umræðum um að auka mikilvægi Íslands á norðurslóðum. Hún lofi góðu og geti örvað mjög viðskipti við Ísland varðandi gagnaver og gagnaflutninga. „Ísland hefur allt sem til þarf, bæði samkeppnishæfa orku og fyrsta flokks tengingar, bæði til Evrópu um strengina til Danmerkur og Skotlands. Síðan er komin tenging til Grænlands sem liggur áfram til Kanada. Þegar fjarskiptastrengurinn til Bandaríkjanna er kominn í gagnið er varla hægt að hugsa sér betri kost fyrir Rússa en að tengjast Íslandi,“ segir Össur. - þj
Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira