Ekki miklu breytt þrátt fyrir nýjar reglur 30. nóvember 2011 05:00 Helgileikur í Fossvogsskóla Flestir skólar sem Fréttablaðið ræddi við ætla að halda í gamlar jólahefðir, með smávægilegum breytingum þó. fréttablaðið/gva Grunnskólar í Reykjavík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðventunni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúfélaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldnir. Allt er þetta þó partur af jólahefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðirvorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðsluskyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekkert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvarsmenn Breiðagerðisskóla, Vesturbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálmasöngva í kirkjum, en Vesturbæjarskóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju.- sv Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Grunnskólar í Reykjavík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðventunni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúfélaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldnir. Allt er þetta þó partur af jólahefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðirvorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðsluskyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekkert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvarsmenn Breiðagerðisskóla, Vesturbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálmasöngva í kirkjum, en Vesturbæjarskóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju.- sv
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira