Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum 29. nóvember 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira