Fyrirsætunnar Loulou de la Falaise minnst 29. nóvember 2011 22:00 Falaise og fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent voru vinir alla ævi. Hér sjást þau saman árið 1990. Nordicphotos/Getty Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunnar Maxime de la Falaise og fransks hefðarmanns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laurent, settist í helgan stein kom Falaise á laggirnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla athygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women's Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Fréttir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunnar Maxime de la Falaise og fransks hefðarmanns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laurent, settist í helgan stein kom Falaise á laggirnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla athygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women's Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Fréttir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira