Spilla þýsku liðin fyrir Lundúnaliðunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Michael Ballack leikur sinn 100. Evrópuleik á móti sínum gömlu félögum í Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira