Atvinnulífið vill klára málið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Samþykkt stjórnar Samtaka atvinnulífsins, þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningur borinn undir þjóðaratkvæði, sætir nokkrum tíðindum. Til þessa hafa Samtök atvinnulífsins sem slík ekki beitt sér fyrir aðildarumsókninni þótt meirihluti aðildarsamtakanna hafi lýst stuðningi við hana. Það er ólíkt því sem gerzt hefur í nánast öllum öðrum Evrópulöndum sem sótt hafa um aðild að ESB. Þar hafa heildarsamtök atvinnulífsins verið einn helzti bakhjarl aðildarumsóknar og talað fyrir henni á opinberum vettvangi. Þegar SA hafði uppi tilburði í sömu átt í árslok 2008 hótaði Landssamband íslenzkra útvegsmanna að segja sig úr samtökunum og í nafni samstöðu ákvað meirihluti aðildarsamtaka SA, sem var fylgjandi því að sækja um aðild að ESB, að láta kyrrt liggja. Síðan hefur það gerzt að Alþingi ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræðurnar eru komnar á rekspöl. Undanfarið hafa háværar raddir talað fyrir því að viðræðunum verði hætt og aðildarumsóknin dregin til baka. Meirihlutinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins, fulltrúar fyrirtækja í iðnaði, ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi, verzlun og þjónustu, telur nú greinilega tímabært að samtökin láti í sér heyra til að svara þeim röddum. Nú liggur fyrir að stærstu heildarsamtök launafólks í landinu, Alþýðusambandið, og heildarsamtök atvinnurekenda tala bæði fyrir því að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar. Á átakafundi í stjórn SA, þar sem ályktunin var samþykkt, var þeim möguleika meðal annars velt upp að bíða með hana þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Um þær hugmyndir sagði Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verzlunar og þjónustu, í Fréttablaðinu í gær: „Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins.“ Þetta er rétt hjá Margréti, en þó dyljast engum tengslin á milli forystu Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig enda út fyrir að vera flokkur sem vill búa öflugu atvinnulífi samkeppnishæf rekstrarskilyrði og hefur lengst af staðið undir nafni sem slíkur. Ekki er líklegt að ályktun stjórnar SA hafi mikil áhrif á afstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins til aðildarumsóknarinnar. Þó blasir við, þegar hún liggur fyrir, að sá frambjóðandi sem vinnur formannsslaginn á landsfundinum mun þurfa að leggja talsvert á sig til að sannfæra forystufólk í atvinnulífinu um að sú stefna að draga aðildarumsóknina til baka sé rétt. Þessi stefna er eitt af því fjölmarga sem Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru sammála um – en um leið blasir við að stór hluti atvinnulífsins og þar með baklands flokksins er þeim ósammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun
Samþykkt stjórnar Samtaka atvinnulífsins, þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningur borinn undir þjóðaratkvæði, sætir nokkrum tíðindum. Til þessa hafa Samtök atvinnulífsins sem slík ekki beitt sér fyrir aðildarumsókninni þótt meirihluti aðildarsamtakanna hafi lýst stuðningi við hana. Það er ólíkt því sem gerzt hefur í nánast öllum öðrum Evrópulöndum sem sótt hafa um aðild að ESB. Þar hafa heildarsamtök atvinnulífsins verið einn helzti bakhjarl aðildarumsóknar og talað fyrir henni á opinberum vettvangi. Þegar SA hafði uppi tilburði í sömu átt í árslok 2008 hótaði Landssamband íslenzkra útvegsmanna að segja sig úr samtökunum og í nafni samstöðu ákvað meirihluti aðildarsamtaka SA, sem var fylgjandi því að sækja um aðild að ESB, að láta kyrrt liggja. Síðan hefur það gerzt að Alþingi ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræðurnar eru komnar á rekspöl. Undanfarið hafa háværar raddir talað fyrir því að viðræðunum verði hætt og aðildarumsóknin dregin til baka. Meirihlutinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins, fulltrúar fyrirtækja í iðnaði, ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi, verzlun og þjónustu, telur nú greinilega tímabært að samtökin láti í sér heyra til að svara þeim röddum. Nú liggur fyrir að stærstu heildarsamtök launafólks í landinu, Alþýðusambandið, og heildarsamtök atvinnurekenda tala bæði fyrir því að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar. Á átakafundi í stjórn SA, þar sem ályktunin var samþykkt, var þeim möguleika meðal annars velt upp að bíða með hana þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Um þær hugmyndir sagði Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verzlunar og þjónustu, í Fréttablaðinu í gær: „Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins.“ Þetta er rétt hjá Margréti, en þó dyljast engum tengslin á milli forystu Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig enda út fyrir að vera flokkur sem vill búa öflugu atvinnulífi samkeppnishæf rekstrarskilyrði og hefur lengst af staðið undir nafni sem slíkur. Ekki er líklegt að ályktun stjórnar SA hafi mikil áhrif á afstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins til aðildarumsóknarinnar. Þó blasir við, þegar hún liggur fyrir, að sá frambjóðandi sem vinnur formannsslaginn á landsfundinum mun þurfa að leggja talsvert á sig til að sannfæra forystufólk í atvinnulífinu um að sú stefna að draga aðildarumsóknina til baka sé rétt. Þessi stefna er eitt af því fjölmarga sem Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru sammála um – en um leið blasir við að stór hluti atvinnulífsins og þar með baklands flokksins er þeim ósammála.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun