Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun 11. nóvember 2011 07:30 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira