Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu 2. nóvember 2011 09:30 Sveinn Dúa Hjörleifsson söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu. Hann sendi nýverið frá sér fyrstu einsöngsplötu sína og fagnar útgáfunni í Salnum á sunnudagskvöld.Fréttablaðið/Vilhelm „Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20. Platan kallast Værð og inniheldur íslensk sönglög í útsetningu Hjartar Ingva Jóhannssonar píanóleikara. „Þegar við Hjörtur byrjuðum að ræða efni plötunnar var ljóst að nokkur lög voru okkur sérlega hugleikin og pössuðu vel á plötu sem þessa, nokkur þeirra eru í Fjárlögunum en ekki öll. Við ákváðum því að hafa þau sem eins konar þráð á plötunni. Lögin í gömlu Fjárlögunum eiga fullt erindi til fólks og Hjörtur gerði þau sem við notumst við fersk með sínum útsetningum.“ Sveinn lauk nýverið námi frá Tónlistarháskóla Vínarborgar og hefur haft í nógu að snúast síðan. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu K. Nordal sem ætlað er að styðja við unga og efnilega söngvara og fiðluleikara. Hann segir viðurkenninguna mikla. „Ég er nýbúinn með námið og er núna byrjaður að vinna við þetta.“ Sveinn hefur þegar komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur og söng meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu, en segir þó stóru tækifærin liggja utan landsteinanna. „Í sumar var ég í Vín og tók þátt í frumflutningi á nútímaóperum, þetta var svona kammeróperuveisla – þar söng ég þrjú hlutverk. Á síðasta ári söng ég í Bergen og var á tónleikaferðalagi í Kóreu. Síðan er ég að fara til Linz í Austurríki þar sem ég syng Fernando í Cosi fan tutte fram á næsta sumar. Þetta gengur glimrandi vel.“- bb Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20. Platan kallast Værð og inniheldur íslensk sönglög í útsetningu Hjartar Ingva Jóhannssonar píanóleikara. „Þegar við Hjörtur byrjuðum að ræða efni plötunnar var ljóst að nokkur lög voru okkur sérlega hugleikin og pössuðu vel á plötu sem þessa, nokkur þeirra eru í Fjárlögunum en ekki öll. Við ákváðum því að hafa þau sem eins konar þráð á plötunni. Lögin í gömlu Fjárlögunum eiga fullt erindi til fólks og Hjörtur gerði þau sem við notumst við fersk með sínum útsetningum.“ Sveinn lauk nýverið námi frá Tónlistarháskóla Vínarborgar og hefur haft í nógu að snúast síðan. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu K. Nordal sem ætlað er að styðja við unga og efnilega söngvara og fiðluleikara. Hann segir viðurkenninguna mikla. „Ég er nýbúinn með námið og er núna byrjaður að vinna við þetta.“ Sveinn hefur þegar komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur og söng meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu, en segir þó stóru tækifærin liggja utan landsteinanna. „Í sumar var ég í Vín og tók þátt í frumflutningi á nútímaóperum, þetta var svona kammeróperuveisla – þar söng ég þrjú hlutverk. Á síðasta ári söng ég í Bergen og var á tónleikaferðalagi í Kóreu. Síðan er ég að fara til Linz í Austurríki þar sem ég syng Fernando í Cosi fan tutte fram á næsta sumar. Þetta gengur glimrandi vel.“- bb
Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira