Gefur frumsmíðinni ekkert eftir Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2011 16:00 Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira