Þungbær örlög og veik von um betri heim Elísabet Brekkan skrifar 29. október 2011 06:00 Leiklist: Hreinsun, Þjóðleikhúsið Höfundur: Sofi Oksanen. Þýðing: Sigurður Jónsson. Leikarar: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Á fimmtudagskvöldið var leikritið Hreinsun eftir Sofi Oksanen frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins. Kúgun Eistlands og eistnesku þjóðarinnar er meginuppistaða verksins. Leikurinn hefst á hinni viðurstyggilegu örlagaríku nótt sem á eftir að móta allt líf aðalpersónunnar Aliide upp frá því. Í fyrri hluta verksins er farið svolítið bratt og sundurlaust milli atriða og hefði mátt stytta einstök þeirra eins og samtal skúrkanna þegar unga stúlkan flýr frá þeim. Við kynnumst Aliide fullorðinni konu í afskekktri sveit í Eistlandi, sem býr ein í húsi sínu og er sífellt að búa sig undir nýja styrjöld eða verri hörmungar því hún fæst við það eitt að sjóða niður matvöru til mögru áranna. Hún trúði á Sovét sem er ástæða þess að nágrannar hennar sýna henni lítilsvirðingu með því að krota á dyr hennar og maka aur á gluggana. Hún tilheyrir landi þar sem gildunum var troðið oní kokið á fólkinu og nú er kominn tími til að skoða þau í nýju ljósi. Dag nokkurn finnur hún unga skjálfandi stúlku fyrir framan hús sitt. Stúlkan segist vera frá Vladivostok en talar þó eistnesku, sem þeirri gömlu þykir undarlegt. Allt fas stúlkunnar gefur greinilega til kynna við hvaða iðju hún fæst. Sú unga segist vera á flótta undan hræðilegum mönnum á svörtum bíl. Mennirnir tveir koma og leita hennar en sú gamla felur hana og kemur síðar í ljós að þetta er í raun og veru barnabarn systur hennar, sem hafði lent í fangabúðum meðan hún sjálf bjargaði lífi sínu, en ekki sál, með því að ganga að eiga sovéskan flokkserindreka. Titill verksins vísar til þess að fólk var flutt nauðugt úr landi sínu, hreinsun og aftökur þeirra sem ekki hugsuðu og höndluðu rétt í anda Sovétskipulagsins, en það mætti líka hugsa sér að hreinsunin ætti að gerast hjá hverjum og einum, eins og endirinn gefur til kynna. Örlagasögur kvenna á mismunandi tímum í sögu Eistlands eru málaðar sterkum litum og ná saman á býlinu þar sem jörðin er líklega eitruð eftir kjarnorkuslysið í Tsjernobyl. Önnur lendir í valdníðslu og niðurlægingu kommúnismans meðan hin verður fyrir valdbeitingu kapítalismans. Eiginmaður systurinnar sem var tekin höndum bjó áfram á býlinu, þó sem falinn maður í kjallara, og fór Stefán Hallur Stefánsson ágætlega með það erfiða hlutverk. Þorsteinn Bachmann sem lék flokkserindrekann sovéska, brá sér léttilega inn í hlutverk hins nokkuð lummulega foringja með yfirbragð Stalíns. Þeir Ólafur Egill og Pálmi sem léku ribbaldana tvo, náðu góðu samspili í sínum svörtu leðurjökkum bæði í samtölum sín á milli og eins í samskiptum við þá gömlu þá er þeir voru að leita að hinni ungu Söru sem flúið hafði úr þeirra þjónustu. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir var með einkar góða nærveru og sýndi fantagóðan leik í hlutverki Söru. Vigdís Hrefna átti góða spretti þar sem hún leikur tveimur skjöldum og með líkamanum lýsir hún vel óbeit sinni á því lífi sem hún hefur valið til að halda sér gangandi. Þegar hin aldna tekur reykjandi óhrædd á móti skúrkunum bauð Margrét Helga upp á eina af sínum albestu hliðum. Leikstíllinn hefði mátt vera dempaðri og tilfinningar liggja fremur undir niðri í stað þess að hrópa þær. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur sem hvíldi á mörg hundruð niðursuðukrukkum var hreysi og í senn höll. Sjónarhorn sem tekið úr gleiðlinsu. Timburhús en samt eins og fiskbein eða tágar. Lokað en samt svo opið. Möguleikar til austurs og vesturs með rifnum veggjum. Textinn var lipur. Tónlistin ýtti undir stemningu. Það hefði mátt þétta og stytta fyrri hluta verksins því eiginlegri spennu og áhuga fyrir afdrifum fólksins gætir ekki fyrr en undir lok fyrri hlutans. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Áhugaverð sýning um brennandi málefni. Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Hreinsun, Þjóðleikhúsið Höfundur: Sofi Oksanen. Þýðing: Sigurður Jónsson. Leikarar: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Á fimmtudagskvöldið var leikritið Hreinsun eftir Sofi Oksanen frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins. Kúgun Eistlands og eistnesku þjóðarinnar er meginuppistaða verksins. Leikurinn hefst á hinni viðurstyggilegu örlagaríku nótt sem á eftir að móta allt líf aðalpersónunnar Aliide upp frá því. Í fyrri hluta verksins er farið svolítið bratt og sundurlaust milli atriða og hefði mátt stytta einstök þeirra eins og samtal skúrkanna þegar unga stúlkan flýr frá þeim. Við kynnumst Aliide fullorðinni konu í afskekktri sveit í Eistlandi, sem býr ein í húsi sínu og er sífellt að búa sig undir nýja styrjöld eða verri hörmungar því hún fæst við það eitt að sjóða niður matvöru til mögru áranna. Hún trúði á Sovét sem er ástæða þess að nágrannar hennar sýna henni lítilsvirðingu með því að krota á dyr hennar og maka aur á gluggana. Hún tilheyrir landi þar sem gildunum var troðið oní kokið á fólkinu og nú er kominn tími til að skoða þau í nýju ljósi. Dag nokkurn finnur hún unga skjálfandi stúlku fyrir framan hús sitt. Stúlkan segist vera frá Vladivostok en talar þó eistnesku, sem þeirri gömlu þykir undarlegt. Allt fas stúlkunnar gefur greinilega til kynna við hvaða iðju hún fæst. Sú unga segist vera á flótta undan hræðilegum mönnum á svörtum bíl. Mennirnir tveir koma og leita hennar en sú gamla felur hana og kemur síðar í ljós að þetta er í raun og veru barnabarn systur hennar, sem hafði lent í fangabúðum meðan hún sjálf bjargaði lífi sínu, en ekki sál, með því að ganga að eiga sovéskan flokkserindreka. Titill verksins vísar til þess að fólk var flutt nauðugt úr landi sínu, hreinsun og aftökur þeirra sem ekki hugsuðu og höndluðu rétt í anda Sovétskipulagsins, en það mætti líka hugsa sér að hreinsunin ætti að gerast hjá hverjum og einum, eins og endirinn gefur til kynna. Örlagasögur kvenna á mismunandi tímum í sögu Eistlands eru málaðar sterkum litum og ná saman á býlinu þar sem jörðin er líklega eitruð eftir kjarnorkuslysið í Tsjernobyl. Önnur lendir í valdníðslu og niðurlægingu kommúnismans meðan hin verður fyrir valdbeitingu kapítalismans. Eiginmaður systurinnar sem var tekin höndum bjó áfram á býlinu, þó sem falinn maður í kjallara, og fór Stefán Hallur Stefánsson ágætlega með það erfiða hlutverk. Þorsteinn Bachmann sem lék flokkserindrekann sovéska, brá sér léttilega inn í hlutverk hins nokkuð lummulega foringja með yfirbragð Stalíns. Þeir Ólafur Egill og Pálmi sem léku ribbaldana tvo, náðu góðu samspili í sínum svörtu leðurjökkum bæði í samtölum sín á milli og eins í samskiptum við þá gömlu þá er þeir voru að leita að hinni ungu Söru sem flúið hafði úr þeirra þjónustu. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir var með einkar góða nærveru og sýndi fantagóðan leik í hlutverki Söru. Vigdís Hrefna átti góða spretti þar sem hún leikur tveimur skjöldum og með líkamanum lýsir hún vel óbeit sinni á því lífi sem hún hefur valið til að halda sér gangandi. Þegar hin aldna tekur reykjandi óhrædd á móti skúrkunum bauð Margrét Helga upp á eina af sínum albestu hliðum. Leikstíllinn hefði mátt vera dempaðri og tilfinningar liggja fremur undir niðri í stað þess að hrópa þær. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur sem hvíldi á mörg hundruð niðursuðukrukkum var hreysi og í senn höll. Sjónarhorn sem tekið úr gleiðlinsu. Timburhús en samt eins og fiskbein eða tágar. Lokað en samt svo opið. Möguleikar til austurs og vesturs með rifnum veggjum. Textinn var lipur. Tónlistin ýtti undir stemningu. Það hefði mátt þétta og stytta fyrri hluta verksins því eiginlegri spennu og áhuga fyrir afdrifum fólksins gætir ekki fyrr en undir lok fyrri hlutans. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Áhugaverð sýning um brennandi málefni.
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira