Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 29. október 2011 04:30 Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira