Blossi frá gervitungli og loftsteinn hrapaði 28. október 2011 06:00 Jónas og Sigurlaug Hjónin í Antíkbúðinni í Hafnarfirði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins í gær en þau sáu stóran eldhnött með litskrúðugum hala springa yfir Garðabæ í fyrrakvöld. Fréttablaðið/anton „Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent