Stjórnsýsluafrek 27. október 2011 06:00 Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Hvernig gerðist þetta? Hugmyndin að baki stofnun Bankasýslunnar var góð; að óháð stofnun héldi utan um eignir ríkisins í bönkum, undirbyggi sölu þeirra og legði síðan sjálfa sig niður eftir fimm ár. Verkefnin væru þannig í „armslengd“ frá stjórnmálamönnum. Það var skynsamleg ráðstöfun í ljósi ömurlegra afleiðinga pólitískra afskipta af gömlu ríkisbönkunum og einkavæðingu þeirra. Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra gerði hins vegar (að minnsta kosti) tvennt sem spillti fyrir trúverðugleika nýrrar stofnunar. Annars vegar ákvað hann að fara sjálfur beint með eignarhald ríkisins í sparisjóðunum Byr og SpKef. Hins vegar vildi hann ekki búa þannig að stofnuninni að hún gæti staðið faglega að undirbúningi einkavæðingar hluta ríkisins í bönkunum. Þessar ákvarðanir lágu klárlega að baki þegar Elín Jónsdóttir sagði upp forstjórastarfinu. Þegar þarna var komið sögu var búið að minnka verulega líkurnar á að afburðafólk sækti um forstjórastarfið. Enda voru umsóknirnar sem stjórn Bankasýslunnar hafði úr að velja fáar. Stjórnarmennirnir hefðu átt að segja við fjármálaráðherrann að þeir hefðu ekki fengið rétta fólkið og hugsa þyrfti málið upp á nýtt. Þess í stað réðu þeir mann sem strax frá upphafi blasti við að var ekki sá rétti í starfið, þótt hann sé mörgum kostum gæddur. Það er óttalega aumt þegar stjórn Bankasýslunnar kennir „utanaðkomandi afskiptum“ um að henni sé ekki sætt og beinir spjótum sérstaklega að alþingismönnum sem gagnrýndu ráðninguna. Stjórnin sýndi dómgreindarbrest þegar hún sleppti því að hugsa nokkra leiki fram í tímann og velta fyrir sér hvernig ráðningin myndi mælast fyrir. Hún hefði átt að axla ábyrgð á þeim mistökum í stað þess að vísa henni á aðra. Almenningur var einfaldlega upp til hópa á þeirri skoðun að ákvörðunin væri röng og þingmenn hafa fullt leyfi til að tjá sig um slík mál án þess að það teljist pólitísk afskipti. Þótt fjármálaráðherrann eigi sinn þátt í klúðrinu eins og að framan segir hlýtur hann líka að mega tala við stjórnarformann Bankasýslunnar um stöðu hennar án þess að menn smíði strax samsæriskenningu um að hann hafi hrakið stjórnina og nýja forstjórann burt – ekki sízt þegar það er augljóst að stjórnin bjó tilefnið til alveg sjálf. Það er pínulítið fyndið, að minnsta kosti fyrir þá sem muna fáein ár aftur í tímann, þegar formaður Sjálfstæðisflokksins hneykslast á „pólitískum fingraförum“ á ákvörðunum um málefni ríkisbanka. Hans tillaga í málinu er að leggja Bankasýsluna niður – og færa verkefnin beint undir fjármálaráðherrann sem hann sakar um pólitísk afskipti! Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni að trúverðugleiki Bankasýslunnar er fyrir bí, en það gerðist um leið og nýr forstjóri var ráðinn. Reyndar er vandséð hvernig nokkur maður á að fást til að setjast í stjórn Bankasýslunnar eftir það sem á undan er gengið, hvað þá að sækja um forstjórastarfið. Það þarf einhverjar róttækar breytingar ef á að koma í veg fyrir að verkefnin; utanumhald um miklar eignir ríkissjóðs og skikkanleg einkavæðing þeirra; eiga ekki að klúðrast líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Hvernig gerðist þetta? Hugmyndin að baki stofnun Bankasýslunnar var góð; að óháð stofnun héldi utan um eignir ríkisins í bönkum, undirbyggi sölu þeirra og legði síðan sjálfa sig niður eftir fimm ár. Verkefnin væru þannig í „armslengd“ frá stjórnmálamönnum. Það var skynsamleg ráðstöfun í ljósi ömurlegra afleiðinga pólitískra afskipta af gömlu ríkisbönkunum og einkavæðingu þeirra. Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra gerði hins vegar (að minnsta kosti) tvennt sem spillti fyrir trúverðugleika nýrrar stofnunar. Annars vegar ákvað hann að fara sjálfur beint með eignarhald ríkisins í sparisjóðunum Byr og SpKef. Hins vegar vildi hann ekki búa þannig að stofnuninni að hún gæti staðið faglega að undirbúningi einkavæðingar hluta ríkisins í bönkunum. Þessar ákvarðanir lágu klárlega að baki þegar Elín Jónsdóttir sagði upp forstjórastarfinu. Þegar þarna var komið sögu var búið að minnka verulega líkurnar á að afburðafólk sækti um forstjórastarfið. Enda voru umsóknirnar sem stjórn Bankasýslunnar hafði úr að velja fáar. Stjórnarmennirnir hefðu átt að segja við fjármálaráðherrann að þeir hefðu ekki fengið rétta fólkið og hugsa þyrfti málið upp á nýtt. Þess í stað réðu þeir mann sem strax frá upphafi blasti við að var ekki sá rétti í starfið, þótt hann sé mörgum kostum gæddur. Það er óttalega aumt þegar stjórn Bankasýslunnar kennir „utanaðkomandi afskiptum“ um að henni sé ekki sætt og beinir spjótum sérstaklega að alþingismönnum sem gagnrýndu ráðninguna. Stjórnin sýndi dómgreindarbrest þegar hún sleppti því að hugsa nokkra leiki fram í tímann og velta fyrir sér hvernig ráðningin myndi mælast fyrir. Hún hefði átt að axla ábyrgð á þeim mistökum í stað þess að vísa henni á aðra. Almenningur var einfaldlega upp til hópa á þeirri skoðun að ákvörðunin væri röng og þingmenn hafa fullt leyfi til að tjá sig um slík mál án þess að það teljist pólitísk afskipti. Þótt fjármálaráðherrann eigi sinn þátt í klúðrinu eins og að framan segir hlýtur hann líka að mega tala við stjórnarformann Bankasýslunnar um stöðu hennar án þess að menn smíði strax samsæriskenningu um að hann hafi hrakið stjórnina og nýja forstjórann burt – ekki sízt þegar það er augljóst að stjórnin bjó tilefnið til alveg sjálf. Það er pínulítið fyndið, að minnsta kosti fyrir þá sem muna fáein ár aftur í tímann, þegar formaður Sjálfstæðisflokksins hneykslast á „pólitískum fingraförum“ á ákvörðunum um málefni ríkisbanka. Hans tillaga í málinu er að leggja Bankasýsluna niður – og færa verkefnin beint undir fjármálaráðherrann sem hann sakar um pólitísk afskipti! Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni að trúverðugleiki Bankasýslunnar er fyrir bí, en það gerðist um leið og nýr forstjóri var ráðinn. Reyndar er vandséð hvernig nokkur maður á að fást til að setjast í stjórn Bankasýslunnar eftir það sem á undan er gengið, hvað þá að sækja um forstjórastarfið. Það þarf einhverjar róttækar breytingar ef á að koma í veg fyrir að verkefnin; utanumhald um miklar eignir ríkissjóðs og skikkanleg einkavæðing þeirra; eiga ekki að klúðrast líka.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun