Óviss vorkoma Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. október 2011 06:00 Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna. Frásagnir af endalokum einræðisherrans benda hins vegar til að hann og sonur hans hafi í raun verið teknir af lífi án dóms og laga. Sama má segja um tugi stuðningsmanna Gaddafís, en lík þeirra fundust á hóteli í borginni Sirte. Enn fremur hafa borizt fréttir af grimmilegum hefndaraðgerðum gegn fólki sem talið er hafa unnið fyrir stjórn Gaddafís eða notið velvildar hans. Þetta bendir til að annaðhvort meini nýir valdhafar í landinu ekki það sem þeir segja um að nú eigi að koma á réttarríki í Líbíu eða að þeir hafi enga stjórn á ástandinu. Hvort tveggja er áhyggjuefni. Æskilegast hefði að sjálfsögðu verið að Gaddafí og liðsmenn hans hefðu fengið sanngjörn réttarhöld. Það er því fullkomlega réttmætt sem mannréttindasamtök, erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa farið fram á, að tildrög dauða Gaddafís verði rannsökuð. Uppreisnarmenn í Líbíu komust til valda með aðstoð alþjóðasamfélagsins og eiga að sjálfsögðu að sæta aðhaldi þess nú þegar þeir halda um stjórnartaumana. Það er alls ekki sjálfgefið að byltingarnar í arabaríkjunum, arabíska vorið svokallaða, leiði af sér nýtt blómaskeið friðar, lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum. Lýðræðishefð er víða engin til og stofnanir sem geta fyllt upp í valdatómið sem einræðisherrarnir skilja eftir sig eru víða vanþroskaðar eða hreinlega ekki til. Átök milli ættbálka, þjóðarbrota og fylgismanna ólíkra trúarbragða krauma víða undir. Kosningarnar í Túnis fóru vel fram, að mati þeirra sem fylgzt hafa með þeim, og gefa vonir um að hægt sé að færa völdin í hendur almennings með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að herforingjarnir sem tekið hafa völdin í Egyptalandi muni verða tregir til að láta völdin af hendi að afstöðnum kosningunum sem fram undan eru. Vorkoman í arabaríkjunum er þess vegna enn óviss. Vesturlönd bera mikla ábyrgð á því að fyrstu sprotar lýðræðis í þessum heimshluta nái að skjóta rótum og blómstra. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins geta til dæmis engan veginn firrt sig ábyrgð á ástandinu í Líbíu, nú þegar hernaðaraðgerðum er lokið. Leiðtogar Vesturlanda eru uppteknir af öðrum málum þessa dagana; skuldavanda, fjárlagahalla, atvinnuástandi og mótmælum. Þeir verða hins vegar líka að beina sjónum að arabaríkjunum og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa nú svo sárlega á að halda. Nýir valdhafar þurfa aðstoð við að endurreisa efnahagslífið, en ekki síður við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir og búa til stjórnkerfi þar sem þjóðernis- og trúarhópar deila með sér völdum og réttindi minnihluta eru virt. Ef það tekst geta ný lýðræðisríki í arabaheiminum átt bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna. Frásagnir af endalokum einræðisherrans benda hins vegar til að hann og sonur hans hafi í raun verið teknir af lífi án dóms og laga. Sama má segja um tugi stuðningsmanna Gaddafís, en lík þeirra fundust á hóteli í borginni Sirte. Enn fremur hafa borizt fréttir af grimmilegum hefndaraðgerðum gegn fólki sem talið er hafa unnið fyrir stjórn Gaddafís eða notið velvildar hans. Þetta bendir til að annaðhvort meini nýir valdhafar í landinu ekki það sem þeir segja um að nú eigi að koma á réttarríki í Líbíu eða að þeir hafi enga stjórn á ástandinu. Hvort tveggja er áhyggjuefni. Æskilegast hefði að sjálfsögðu verið að Gaddafí og liðsmenn hans hefðu fengið sanngjörn réttarhöld. Það er því fullkomlega réttmætt sem mannréttindasamtök, erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa farið fram á, að tildrög dauða Gaddafís verði rannsökuð. Uppreisnarmenn í Líbíu komust til valda með aðstoð alþjóðasamfélagsins og eiga að sjálfsögðu að sæta aðhaldi þess nú þegar þeir halda um stjórnartaumana. Það er alls ekki sjálfgefið að byltingarnar í arabaríkjunum, arabíska vorið svokallaða, leiði af sér nýtt blómaskeið friðar, lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum. Lýðræðishefð er víða engin til og stofnanir sem geta fyllt upp í valdatómið sem einræðisherrarnir skilja eftir sig eru víða vanþroskaðar eða hreinlega ekki til. Átök milli ættbálka, þjóðarbrota og fylgismanna ólíkra trúarbragða krauma víða undir. Kosningarnar í Túnis fóru vel fram, að mati þeirra sem fylgzt hafa með þeim, og gefa vonir um að hægt sé að færa völdin í hendur almennings með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að herforingjarnir sem tekið hafa völdin í Egyptalandi muni verða tregir til að láta völdin af hendi að afstöðnum kosningunum sem fram undan eru. Vorkoman í arabaríkjunum er þess vegna enn óviss. Vesturlönd bera mikla ábyrgð á því að fyrstu sprotar lýðræðis í þessum heimshluta nái að skjóta rótum og blómstra. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins geta til dæmis engan veginn firrt sig ábyrgð á ástandinu í Líbíu, nú þegar hernaðaraðgerðum er lokið. Leiðtogar Vesturlanda eru uppteknir af öðrum málum þessa dagana; skuldavanda, fjárlagahalla, atvinnuástandi og mótmælum. Þeir verða hins vegar líka að beina sjónum að arabaríkjunum og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa nú svo sárlega á að halda. Nýir valdhafar þurfa aðstoð við að endurreisa efnahagslífið, en ekki síður við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir og búa til stjórnkerfi þar sem þjóðernis- og trúarhópar deila með sér völdum og réttindi minnihluta eru virt. Ef það tekst geta ný lýðræðisríki í arabaheiminum átt bjarta framtíð.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun