Hátt í tíu þúsund miðar bókaðir 24. október 2011 11:00 Sýningin er mikið sjónarspil. Töfraflautan var frumsýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu um helgina. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitastjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistaraverki Mozarts. „Töfraflautan er aðgengileg ópera og höfðar til breiðs hóps. Jafnframt er hún mannmörg og fá því margir af okkar fremstu söngvurum á heimsmælikvarða að leiða saman hesta sína," segir Ágústa Skúladóttir, sem bætir við að þetta sé kynngimagnað ævintýri. „Sýningin er mikið sjónarspil og við leggjum mikið upp úr hinu sjónræna með íburðarmiklum brúðum, búningum og leikmynd. Við gerum allt til heiðurs töfratónum Mozarts, sem hefur verið vægast sagt auðvelt að sækja innblástur til." Verkið, sem hefur hrifið áhorfendur í þau 220 ár sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu í alþýðuleikhúsi í Vínarborg, fjallar um prins frá fjarlægum löndum sem kemur inn í ævintýraheim Næturdrottningarinnar. Hún segir honum frá ráni á dóttur sinni. Hann verður samstundis ástfanginn af prinsessunni og leggur upp í leit að henni ásamt fuglafangaranum, með töfraflautu og klukkuspil í fararnesti. Ágústa segir það mikinn heiður að sýna í Hörpu og að söngvarar sem og hljómsveit taki hljómi hins stóra sals Eldborgar fagnandi. Alls verða átta sýningar á Töfraflautunni og hafa nú þegar verið bókaðir hátt í tíu þúsund miðar á óperuna, en leita þarf aftur á annan áratug til að finna jafn mikla miðasölu á óperusýningu á Íslandi. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Töfraflautan var frumsýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu um helgina. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitastjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistaraverki Mozarts. „Töfraflautan er aðgengileg ópera og höfðar til breiðs hóps. Jafnframt er hún mannmörg og fá því margir af okkar fremstu söngvurum á heimsmælikvarða að leiða saman hesta sína," segir Ágústa Skúladóttir, sem bætir við að þetta sé kynngimagnað ævintýri. „Sýningin er mikið sjónarspil og við leggjum mikið upp úr hinu sjónræna með íburðarmiklum brúðum, búningum og leikmynd. Við gerum allt til heiðurs töfratónum Mozarts, sem hefur verið vægast sagt auðvelt að sækja innblástur til." Verkið, sem hefur hrifið áhorfendur í þau 220 ár sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu í alþýðuleikhúsi í Vínarborg, fjallar um prins frá fjarlægum löndum sem kemur inn í ævintýraheim Næturdrottningarinnar. Hún segir honum frá ráni á dóttur sinni. Hann verður samstundis ástfanginn af prinsessunni og leggur upp í leit að henni ásamt fuglafangaranum, með töfraflautu og klukkuspil í fararnesti. Ágústa segir það mikinn heiður að sýna í Hörpu og að söngvarar sem og hljómsveit taki hljómi hins stóra sals Eldborgar fagnandi. Alls verða átta sýningar á Töfraflautunni og hafa nú þegar verið bókaðir hátt í tíu þúsund miðar á óperuna, en leita þarf aftur á annan áratug til að finna jafn mikla miðasölu á óperusýningu á Íslandi. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“