Skýra mynd af vændi skortir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. október 2011 06:00 Innanríkisráðherra hefur sagt að vel komi til greina að setja á fót starfshóp sem rannsaki til hlítar umfang og eðli vændis á Íslandi á næstunni. Tíu ár eru síðan dómsmálaráðuneytið lét gera úttekt á stöðu vændis á Íslandi. Sú rannsókn beindist fyrst og fremst að eðli starfseminnar og félagslegu samhengi. Markmið hennar var ekki að leggja mat á umfang starfseminnar. Það gefur augaleið að nýrri og nákvæmari upplýsingar um eðli og umfang vændis gætu gert störf þeirra sem að málaflokknum vinna markvissari. Þetta á við um lögreglu, velferðarþjónustu og samtök eins og Stígamót sem sinnt hafa þjónustu við konur á leið úr vændi. Vitað er að vændi er til á Íslandi og hefur lengi verið. Verulegar líkur eru á því að vændi hafi aukist undanfarin ár og vitað er að mansal kemur að einhverju leyti við sögu í vændi á Íslandi. Vissulega er mynd þeirra sem gleggst þekkja nokkuð skýrari en sú sem hér er dregin upp. Engu að síður vantar algerlega nýjar og haldgóðar upplýsingar um málaflokkinn, meðal annars um það hverju breyttar lagasetningar, svo sem bann við kaupum á vændi og bann við nektarstöðum, hafa skilað. Mansal flokkast meðal alvarlegustu glæpa á heimsvísu og dæmi eru þekkt um mansal í tengslum við kynlífsiðnað hér á landi. Fyrir tveimur árum var birt ítarleg rannsókn Fríðu Rósar Valdimarsdóttur mannfræðings á eðli og umfangi mansals á Íslandi. Þar var gerð tilraun til að meta umfangið sem mikilvægt er að fylgja eftir í því skyni að fylgjast með þróuninni. Auk þess að leggja mat á umfang vændiskaupa er afar mikilvægt að greina hlut þriðja aðila í vændi, veltuna í því neðanjarðarhagkerfi sem þrífst í kringum vændið, auk boðleiða sem notaðar eru til að koma á sambandi kaupanda og seljanda. Vændi er að því leyti ólíkt öðrum brotum að sala þess er ekki ólögleg heldur aðeins kaup á vændi og það að hagnast af því sem þriðji aðili eða milligöngumaður, auk þess sem aðkoma að mansali er vitanlega lögbrot. Þetta gerir brotaflokkinn afar flókinn. Þess sér líka stað þegar skoðaðar eru ákærur í málaflokknum sem ætla má að séu ekki í samræmi við umfang starfseminnar hér á landi. Margt virðist benda til að lögreglu takist ekki sem skyldi að rannsaka til hlítar þau meintu vændismál sem á borð hennar koma. Lögreglan hlýtur að þurfa að verja meiri kröftum í rannsókn vændismála hvort sem um er að kenna skorti á fjármagni, forgangsröðun verkefna eða að einhverju leyti skort á heildarmynd af stöðu brotaflokksins. Vonandi mun innanríkisráðherra láta verkin tala og fylgja eftir jákvæðum undirtektum sínum um að umfang og eðli vændis á Íslandi verði rannsakað. Það skiptir miklu að fylgjast með þróun málaflokksins, áhrifum lagabreytinga og annarra aðgerða. Slík vinna þarf að hefjast eins skjótt og kostur er og henni verður að fylgja eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Innanríkisráðherra hefur sagt að vel komi til greina að setja á fót starfshóp sem rannsaki til hlítar umfang og eðli vændis á Íslandi á næstunni. Tíu ár eru síðan dómsmálaráðuneytið lét gera úttekt á stöðu vændis á Íslandi. Sú rannsókn beindist fyrst og fremst að eðli starfseminnar og félagslegu samhengi. Markmið hennar var ekki að leggja mat á umfang starfseminnar. Það gefur augaleið að nýrri og nákvæmari upplýsingar um eðli og umfang vændis gætu gert störf þeirra sem að málaflokknum vinna markvissari. Þetta á við um lögreglu, velferðarþjónustu og samtök eins og Stígamót sem sinnt hafa þjónustu við konur á leið úr vændi. Vitað er að vændi er til á Íslandi og hefur lengi verið. Verulegar líkur eru á því að vændi hafi aukist undanfarin ár og vitað er að mansal kemur að einhverju leyti við sögu í vændi á Íslandi. Vissulega er mynd þeirra sem gleggst þekkja nokkuð skýrari en sú sem hér er dregin upp. Engu að síður vantar algerlega nýjar og haldgóðar upplýsingar um málaflokkinn, meðal annars um það hverju breyttar lagasetningar, svo sem bann við kaupum á vændi og bann við nektarstöðum, hafa skilað. Mansal flokkast meðal alvarlegustu glæpa á heimsvísu og dæmi eru þekkt um mansal í tengslum við kynlífsiðnað hér á landi. Fyrir tveimur árum var birt ítarleg rannsókn Fríðu Rósar Valdimarsdóttur mannfræðings á eðli og umfangi mansals á Íslandi. Þar var gerð tilraun til að meta umfangið sem mikilvægt er að fylgja eftir í því skyni að fylgjast með þróuninni. Auk þess að leggja mat á umfang vændiskaupa er afar mikilvægt að greina hlut þriðja aðila í vændi, veltuna í því neðanjarðarhagkerfi sem þrífst í kringum vændið, auk boðleiða sem notaðar eru til að koma á sambandi kaupanda og seljanda. Vændi er að því leyti ólíkt öðrum brotum að sala þess er ekki ólögleg heldur aðeins kaup á vændi og það að hagnast af því sem þriðji aðili eða milligöngumaður, auk þess sem aðkoma að mansali er vitanlega lögbrot. Þetta gerir brotaflokkinn afar flókinn. Þess sér líka stað þegar skoðaðar eru ákærur í málaflokknum sem ætla má að séu ekki í samræmi við umfang starfseminnar hér á landi. Margt virðist benda til að lögreglu takist ekki sem skyldi að rannsaka til hlítar þau meintu vændismál sem á borð hennar koma. Lögreglan hlýtur að þurfa að verja meiri kröftum í rannsókn vændismála hvort sem um er að kenna skorti á fjármagni, forgangsröðun verkefna eða að einhverju leyti skort á heildarmynd af stöðu brotaflokksins. Vonandi mun innanríkisráðherra láta verkin tala og fylgja eftir jákvæðum undirtektum sínum um að umfang og eðli vændis á Íslandi verði rannsakað. Það skiptir miklu að fylgjast með þróun málaflokksins, áhrifum lagabreytinga og annarra aðgerða. Slík vinna þarf að hefjast eins skjótt og kostur er og henni verður að fylgja eftir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun