HAM á Iceland Airwaves: Díselvélin 17. október 2011 10:30 Ham. Hafnarhúsið. DíselvélinHljómurinn í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld var lélegur. Það kom lítið niður á tónleikum HAM sem er einhvers konar þungarokkvél. Vélin hökktir lítið og keyrir áfram á díselolíu með tilheyrandi hávaða og látum. Lögin Dauð hóra, Mitt líf og Ingimar eru orðin klassík, þrátt fyrir að stutt sé síðan þau komu út á plötu og áhorfendur sungu með af lífsins sálar kröftum. HAM er stórkostleg hljómsveit og flutti stóran hluta af nýju plötunni, Svik, harmur og dauði. Hljómsveitin blandaði eldra efni smekklega saman við svo úr varð bragðgóður rokkgrautur. David Fricke, aðalritstjóri Rolling Stone, mætti á svæðið og spurður hvernig hann kunni að meta HAM sagðist hann elska hljómsveitina, sem hann var að sjá í fyrsta skipti. Það skildi þó ekki fara svo að HAM yrði „meikhljómsveit" Iceland Airwaves í ár, 25 árum of seint? - afb Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Ham. Hafnarhúsið. DíselvélinHljómurinn í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld var lélegur. Það kom lítið niður á tónleikum HAM sem er einhvers konar þungarokkvél. Vélin hökktir lítið og keyrir áfram á díselolíu með tilheyrandi hávaða og látum. Lögin Dauð hóra, Mitt líf og Ingimar eru orðin klassík, þrátt fyrir að stutt sé síðan þau komu út á plötu og áhorfendur sungu með af lífsins sálar kröftum. HAM er stórkostleg hljómsveit og flutti stóran hluta af nýju plötunni, Svik, harmur og dauði. Hljómsveitin blandaði eldra efni smekklega saman við svo úr varð bragðgóður rokkgrautur. David Fricke, aðalritstjóri Rolling Stone, mætti á svæðið og spurður hvernig hann kunni að meta HAM sagðist hann elska hljómsveitina, sem hann var að sjá í fyrsta skipti. Það skildi þó ekki fara svo að HAM yrði „meikhljómsveit" Iceland Airwaves í ár, 25 árum of seint? - afb
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira