Dad Rocks. Kaldalón í Hörpu.
Snævar Njáll Albertsson býr í Danmörku og kallar sig Dad Rocks! Með honum á sviðinu í Kaldalónssalnum voru tveir fiðluleikarar, tveir trompetleikarar og einn sellóleikari en trommuleikarinn átti ekki heimagengt frá Danmörku.
Snævar Njáll var öruggur á sviðinu og sagði skemmtilega frá tilurð laganna sinna, sem fjölluðu um bleyjuskiptingar, unglinga og alls kyns hversdagslega hluti. Dad Rocks! spilaði huggulegt kassagítarpopp og sýndi á köflum fimi sína á gítarinn. - fb
Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Weapons af plötu Dad Rocks, Mount Modern.

