Hraðari og betri en forverarnir Arnór Bogason skrifar 17. október 2011 07:30 iPhone 4S kom út víða um heim á föstudag og er alvöru uppfærsla þó hvorki sé hann léttari né þynnri en forverarnir. nordicphotos/afp Í byrjun mánaðarins hélt Apple blaðamannafund sem var auglýstur undir þeim formerkjum að þá yrði kynnt ný útgáfa af iPhone-síma fyrirtækisins. Margir urðu hins vegar vonsviknir þegar í ljós kom að þessi „nýi“ sími reyndist aðeins vera uppfærsla á síðustu útgáfu. Enda er iPhone 5 líklega umtalaðasta fyrirbæri tækniheimsins á þessu ári. Orðrómur var um að skjárinn væri stærri, síminn þynnri og 4G-tengimöguleikar byðust. Bjartsýnustu menn gerðu sér jafnvel vonir um innbyggðan myndvarpa og fleira í þeim dúr, sem allt verður nú að teljast afar óraunhæft. iPhone 5 reyndist þó ekki hafa verið í pípunum hjá Apple, heldur uppfærð útgáfa af iPhone 4 sem kallast iPhone 4S. Hann kom út síðastliðinn föstudag og, þökk sé iSímanum í Skipholti, fékk ég tækifæri til að prófa þetta nýjasta útspil Apple. Það má segja að hér sé um að ræða öflugra tæki en stór hluti af breytingunni er tengdur stýrikerfinu. Hér er ekki ætlunin að fara í þaula yfir virkni stýrikerfisins og nýjungar þar að lútandi enda er hún ekki bundin við tækið sjálft nema að litlu leyti. Siri lætur í sér heyraSiri er dæmi um hugbúnað sem einungis virkar á þessum nýja síma, en er þó hluti af stýrikerfinu. Siri er kynnt til sögunnar sem persónulegur aðstoðarmaður, hún skilur hvað sagt er og getur svarað á móti. En bara ef þú talar ensku, þýsku eða frönsku, að minnsta kosti enn um sinn. Hún virðist þó nokkuð klár. Undirstaða Siri er nefnilega öflugur gervigreindarbúnaður sem er ofinn saman við raddkennsl og talgervil. Ástæða þess að Siri virkar ekki á iPhone 4 segir Apple vera þá að hún krefjist vinnsluhraða sem ekki virki nema með hraðvirkum örgjörvanum sem er í 4S. Hann nefnist A5 og er einnig í iPad 2. Þótt tölvuhakkarar hafi þegar fundið bakleið til að láta Siri virka bæði á iPhone 4 og iPad 2 er ólíklegt að Apple muni bjóða upp á þann valkost í framtíðinni. Sjö sinnum hraðariFyrrnefndur örgjörvi gerir iPhone 4S ótrúlega hraðan. Samkvæmt Apple er hann um sjö sinnum hraðari en forveri hans og það skilar sér svo sannarlega. Við alla notkun er hann sneggri og viðbragðsfljótari. Safari-vafrinn er gott dæmi um þetta og jafnvel á 3G-tengingu er hann snöggur að hlaða inn þungum og efnismiklum vefsíðum. Þar að auki hefur Safari verið uppfærður með enn meiri skilvirkni í huga. En það er ekki bara örgjörvinn sem stuðlar að hraðara neti. Í iPhone 4S eru nefnilega tvö loftnet, eitt að ofan og eitt að neðan sem Apple fullyrðir að geti allt að því tvöfaldað nethraðann á 3G. Besta myndavélinÞað fannst ekki betri myndavél í síma en í iPhone 4, en lengi má gott bæta og það hefur Apple svo sannarlega gert í 4S. Myndavélin er nú með átta megapixla upplausn og þó það segi ekki alla söguna hefur myndflagan verið stórbætt að mörgu leyti. Linsan er skarpari og ljósopið gleiðara en nokkru sinni. Að auki styður síminn nú myndupptöku í 1080p HD upplausn. iPhone 4S væri lítið spennandi ef ekki væri fyrir frábært stýrikerfi með stórkostlegu notendaviðmóti. Hugbúnaðurinn í iPhone bindur þannig saman alla þá kosti sem vélbúnaðurinn býður upp á og gerir manni kleift að fá það besta út úr tækinu með sem minnstu vafstri. Þótt iPhone 4S sé ekki síminn sem margir biðu eftir, hann er hvorki léttari né þynnri en forverarnir, þá ætti enginn að verða vonsvikinn. Hraðinn er stóraukinn og það skiptir líklega mestu máli þótt Siri, mun betri myndavél og betra loftnet séu allt flottar viðbætur við iPhone. Þetta eru allt þættir sem taka þátt í að styrkja þá arfleifð sem Steve Jobs skilur eftir sig. Tækni Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Í byrjun mánaðarins hélt Apple blaðamannafund sem var auglýstur undir þeim formerkjum að þá yrði kynnt ný útgáfa af iPhone-síma fyrirtækisins. Margir urðu hins vegar vonsviknir þegar í ljós kom að þessi „nýi“ sími reyndist aðeins vera uppfærsla á síðustu útgáfu. Enda er iPhone 5 líklega umtalaðasta fyrirbæri tækniheimsins á þessu ári. Orðrómur var um að skjárinn væri stærri, síminn þynnri og 4G-tengimöguleikar byðust. Bjartsýnustu menn gerðu sér jafnvel vonir um innbyggðan myndvarpa og fleira í þeim dúr, sem allt verður nú að teljast afar óraunhæft. iPhone 5 reyndist þó ekki hafa verið í pípunum hjá Apple, heldur uppfærð útgáfa af iPhone 4 sem kallast iPhone 4S. Hann kom út síðastliðinn föstudag og, þökk sé iSímanum í Skipholti, fékk ég tækifæri til að prófa þetta nýjasta útspil Apple. Það má segja að hér sé um að ræða öflugra tæki en stór hluti af breytingunni er tengdur stýrikerfinu. Hér er ekki ætlunin að fara í þaula yfir virkni stýrikerfisins og nýjungar þar að lútandi enda er hún ekki bundin við tækið sjálft nema að litlu leyti. Siri lætur í sér heyraSiri er dæmi um hugbúnað sem einungis virkar á þessum nýja síma, en er þó hluti af stýrikerfinu. Siri er kynnt til sögunnar sem persónulegur aðstoðarmaður, hún skilur hvað sagt er og getur svarað á móti. En bara ef þú talar ensku, þýsku eða frönsku, að minnsta kosti enn um sinn. Hún virðist þó nokkuð klár. Undirstaða Siri er nefnilega öflugur gervigreindarbúnaður sem er ofinn saman við raddkennsl og talgervil. Ástæða þess að Siri virkar ekki á iPhone 4 segir Apple vera þá að hún krefjist vinnsluhraða sem ekki virki nema með hraðvirkum örgjörvanum sem er í 4S. Hann nefnist A5 og er einnig í iPad 2. Þótt tölvuhakkarar hafi þegar fundið bakleið til að láta Siri virka bæði á iPhone 4 og iPad 2 er ólíklegt að Apple muni bjóða upp á þann valkost í framtíðinni. Sjö sinnum hraðariFyrrnefndur örgjörvi gerir iPhone 4S ótrúlega hraðan. Samkvæmt Apple er hann um sjö sinnum hraðari en forveri hans og það skilar sér svo sannarlega. Við alla notkun er hann sneggri og viðbragðsfljótari. Safari-vafrinn er gott dæmi um þetta og jafnvel á 3G-tengingu er hann snöggur að hlaða inn þungum og efnismiklum vefsíðum. Þar að auki hefur Safari verið uppfærður með enn meiri skilvirkni í huga. En það er ekki bara örgjörvinn sem stuðlar að hraðara neti. Í iPhone 4S eru nefnilega tvö loftnet, eitt að ofan og eitt að neðan sem Apple fullyrðir að geti allt að því tvöfaldað nethraðann á 3G. Besta myndavélinÞað fannst ekki betri myndavél í síma en í iPhone 4, en lengi má gott bæta og það hefur Apple svo sannarlega gert í 4S. Myndavélin er nú með átta megapixla upplausn og þó það segi ekki alla söguna hefur myndflagan verið stórbætt að mörgu leyti. Linsan er skarpari og ljósopið gleiðara en nokkru sinni. Að auki styður síminn nú myndupptöku í 1080p HD upplausn. iPhone 4S væri lítið spennandi ef ekki væri fyrir frábært stýrikerfi með stórkostlegu notendaviðmóti. Hugbúnaðurinn í iPhone bindur þannig saman alla þá kosti sem vélbúnaðurinn býður upp á og gerir manni kleift að fá það besta út úr tækinu með sem minnstu vafstri. Þótt iPhone 4S sé ekki síminn sem margir biðu eftir, hann er hvorki léttari né þynnri en forverarnir, þá ætti enginn að verða vonsvikinn. Hraðinn er stóraukinn og það skiptir líklega mestu máli þótt Siri, mun betri myndavél og betra loftnet séu allt flottar viðbætur við iPhone. Þetta eru allt þættir sem taka þátt í að styrkja þá arfleifð sem Steve Jobs skilur eftir sig.
Tækni Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira