Gagnrýni

Sóley á Iceland Airwaves: Krúttlegt og kósí

Sóley spilaði í Kaldalóni á miðvikudagskvöld.
Sóley spilaði í Kaldalóni á miðvikudagskvöld.
Iceland Airwaves. Miðvikudagur. Sóley. Kaldalón í Hörpunni.

Sóley Stefánsdóttir gaf út sína fyrstu sólóplötu, We Sink, í byrjun hausts og hlaut einróma lof fyrir. Áður hafði hún gert garðinn frægan með „indie“ sveitunum Seabear og Sin Fang Bous.

Sóley steig á svið ásamt trommuleikara sínum og saman slógu þau tvö vart feilnótu. Tónlistin var hugljúf og krúttleg, líkt og Sóley sjálf sem heillaði tónleikagesti með skemmtilegu spjalli milli laga.

Þó að Sóley sé fyrst og fremst píanóleikari er hún einnig með fína rödd sem minnti á stundum á unga Emilíönu Torrini. Af tónleikunum að dæma má búast við miklu af þessari ungu tónlistarkonu í framtíðinni. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×