Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós 14. október 2011 06:00 Lilja Rós ásamt syni sínum reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira