Um 90 manns missa vinnuna 13. október 2011 06:00 Kleppur Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira