Jákvæð þróun í stuttum skrefum milli ára 13. október 2011 03:45 Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Varðandi pólitísk skilyrði aðildar segir skýrslan að Ísland uppfylli kröfur ESB, en þó er sérstaklega vikið að því að Ísland hafi styrkt regluverk sitt gegn spillingu með því að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, auk þess sem unnið hafi verið gegn ýmis konar hagsmunaárekstrum í stjórnsýslunni. Þá hafi margir dómarar verið skipaðir eftir endurbættum reglum þar um, en um það fjallaði ein af helstu athugasemdunum í framvinduskýrslunni í fyrra. Varðandi efnahagsskilyrði segir í skýrslunni að Ísland eigi að geta staðið sig innan regluverks ESB, að því gefnu að framhald verði á umbótum til styrktar efnahagslífinu. Þegar hafi margt unnist til að ná efnahagslegum stöðugleika sem sé undirstaða hagvaxtar en þó sé skuldastaða fyrirtækja og heimila og atvinnuleysi áhyggjuefni, sem og gjaldeyrishöftin, sem gangi í berhögg við lög ESB. Loks eru talin upp erfiðustu álitamálin í áframhaldandi samningaviðræðum og kemur varla á óvart að þar eru tiltekin sjávarútvegur, landbúnaður, hvalveiðar og tollar. Næsta samningalota milli Íslands og ESB hefst í Brussel í næstu viku, þar sem tveir samningakaflar verða opnaðir, en næsta lota eftir það hefst 19. desember. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Varðandi pólitísk skilyrði aðildar segir skýrslan að Ísland uppfylli kröfur ESB, en þó er sérstaklega vikið að því að Ísland hafi styrkt regluverk sitt gegn spillingu með því að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, auk þess sem unnið hafi verið gegn ýmis konar hagsmunaárekstrum í stjórnsýslunni. Þá hafi margir dómarar verið skipaðir eftir endurbættum reglum þar um, en um það fjallaði ein af helstu athugasemdunum í framvinduskýrslunni í fyrra. Varðandi efnahagsskilyrði segir í skýrslunni að Ísland eigi að geta staðið sig innan regluverks ESB, að því gefnu að framhald verði á umbótum til styrktar efnahagslífinu. Þegar hafi margt unnist til að ná efnahagslegum stöðugleika sem sé undirstaða hagvaxtar en þó sé skuldastaða fyrirtækja og heimila og atvinnuleysi áhyggjuefni, sem og gjaldeyrishöftin, sem gangi í berhögg við lög ESB. Loks eru talin upp erfiðustu álitamálin í áframhaldandi samningaviðræðum og kemur varla á óvart að þar eru tiltekin sjávarútvegur, landbúnaður, hvalveiðar og tollar. Næsta samningalota milli Íslands og ESB hefst í Brussel í næstu viku, þar sem tveir samningakaflar verða opnaðir, en næsta lota eftir það hefst 19. desember. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira