Jákvæð þróun í stuttum skrefum milli ára 13. október 2011 03:45 Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Varðandi pólitísk skilyrði aðildar segir skýrslan að Ísland uppfylli kröfur ESB, en þó er sérstaklega vikið að því að Ísland hafi styrkt regluverk sitt gegn spillingu með því að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, auk þess sem unnið hafi verið gegn ýmis konar hagsmunaárekstrum í stjórnsýslunni. Þá hafi margir dómarar verið skipaðir eftir endurbættum reglum þar um, en um það fjallaði ein af helstu athugasemdunum í framvinduskýrslunni í fyrra. Varðandi efnahagsskilyrði segir í skýrslunni að Ísland eigi að geta staðið sig innan regluverks ESB, að því gefnu að framhald verði á umbótum til styrktar efnahagslífinu. Þegar hafi margt unnist til að ná efnahagslegum stöðugleika sem sé undirstaða hagvaxtar en þó sé skuldastaða fyrirtækja og heimila og atvinnuleysi áhyggjuefni, sem og gjaldeyrishöftin, sem gangi í berhögg við lög ESB. Loks eru talin upp erfiðustu álitamálin í áframhaldandi samningaviðræðum og kemur varla á óvart að þar eru tiltekin sjávarútvegur, landbúnaður, hvalveiðar og tollar. Næsta samningalota milli Íslands og ESB hefst í Brussel í næstu viku, þar sem tveir samningakaflar verða opnaðir, en næsta lota eftir það hefst 19. desember. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira
Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Varðandi pólitísk skilyrði aðildar segir skýrslan að Ísland uppfylli kröfur ESB, en þó er sérstaklega vikið að því að Ísland hafi styrkt regluverk sitt gegn spillingu með því að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, auk þess sem unnið hafi verið gegn ýmis konar hagsmunaárekstrum í stjórnsýslunni. Þá hafi margir dómarar verið skipaðir eftir endurbættum reglum þar um, en um það fjallaði ein af helstu athugasemdunum í framvinduskýrslunni í fyrra. Varðandi efnahagsskilyrði segir í skýrslunni að Ísland eigi að geta staðið sig innan regluverks ESB, að því gefnu að framhald verði á umbótum til styrktar efnahagslífinu. Þegar hafi margt unnist til að ná efnahagslegum stöðugleika sem sé undirstaða hagvaxtar en þó sé skuldastaða fyrirtækja og heimila og atvinnuleysi áhyggjuefni, sem og gjaldeyrishöftin, sem gangi í berhögg við lög ESB. Loks eru talin upp erfiðustu álitamálin í áframhaldandi samningaviðræðum og kemur varla á óvart að þar eru tiltekin sjávarútvegur, landbúnaður, hvalveiðar og tollar. Næsta samningalota milli Íslands og ESB hefst í Brussel í næstu viku, þar sem tveir samningakaflar verða opnaðir, en næsta lota eftir það hefst 19. desember. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira