Íslensk gestrisni Ragnheiðar Tryggvadóttur skrifar 13. október 2011 06:00 Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður. Þá sögðust ungir tónlistarmenn hér í blaðinu um daginn ætla að bjóða upp á rokktónleika í heimahúsi á Airwaves um helgina og á liðinni Menningarnótt í Reykjavík buðu borgarbúar gestum og gangandi inn á gafl í vöfflur og kakó. Eins minnir mig að einhver Þingholtsbúinn hafi breytt heimili sínu í allsherjar leik- og tónleikahús á Menningarnótt og boðið upp á leiksýningar í svefnherberginu, tónleika í stofunni og myndlistarsýningu á ganginum. Heimilislegt andrúmsloft er eftirsóknarvert og eitthvað sem öllum líkar. Heimapartý var meira að segja þema á stórri árshátíð sem ég fór á í vor og hef ég sjaldan skemmt mér betur. Fermingarveislur heima í stofu eru líka aftur komnar í tísku og gestirnir raða sér nú í stofusófann með kökudiskana á hnjánum, í eintómum kósýheitum. Dalvíkingar hafa boðið landsmönnum í fiskisúpu heima hjá sér á Fiskidaginn mikla í nokkur ár og á Súðavík voru steiktar bláberjapönnukökur ofan í gesti á bæjarhátíðinni Bláberjadagar, nú í haust. Sú gestrisni að bjóða fólki í bæinn og drífa fram kaffi og með því hefur enda tíðkast í íslenskum sveitum gegnum aldirnar. Þegar samgöngur voru ekki eins og nú voru gestakomur mikilvægar til að fá fréttir og engum vísað á dyr. Það besta sem fannst í búrinu var borið í gestinn og sumum þótti ekkert minna duga en sautján sortir, eða þar um bil. „Guðlaun fyrir matinn,“ sagði gesturinn ef hann kunni að þakka fyrir sig. Vertu bara eins og heima hjá þér er sennilega það vinalegasta sem hægt er að segja við nokkurn mann. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt að opna dyr sínar upp á gátt fyrir ókunnugum. Einhverjir myndu segja það trufla friðhelgi heimilisins. Ég vona bara að væntanlegir gestir kunni að meta pönnukökurnar og rjómann og kunni að þakka fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður. Þá sögðust ungir tónlistarmenn hér í blaðinu um daginn ætla að bjóða upp á rokktónleika í heimahúsi á Airwaves um helgina og á liðinni Menningarnótt í Reykjavík buðu borgarbúar gestum og gangandi inn á gafl í vöfflur og kakó. Eins minnir mig að einhver Þingholtsbúinn hafi breytt heimili sínu í allsherjar leik- og tónleikahús á Menningarnótt og boðið upp á leiksýningar í svefnherberginu, tónleika í stofunni og myndlistarsýningu á ganginum. Heimilislegt andrúmsloft er eftirsóknarvert og eitthvað sem öllum líkar. Heimapartý var meira að segja þema á stórri árshátíð sem ég fór á í vor og hef ég sjaldan skemmt mér betur. Fermingarveislur heima í stofu eru líka aftur komnar í tísku og gestirnir raða sér nú í stofusófann með kökudiskana á hnjánum, í eintómum kósýheitum. Dalvíkingar hafa boðið landsmönnum í fiskisúpu heima hjá sér á Fiskidaginn mikla í nokkur ár og á Súðavík voru steiktar bláberjapönnukökur ofan í gesti á bæjarhátíðinni Bláberjadagar, nú í haust. Sú gestrisni að bjóða fólki í bæinn og drífa fram kaffi og með því hefur enda tíðkast í íslenskum sveitum gegnum aldirnar. Þegar samgöngur voru ekki eins og nú voru gestakomur mikilvægar til að fá fréttir og engum vísað á dyr. Það besta sem fannst í búrinu var borið í gestinn og sumum þótti ekkert minna duga en sautján sortir, eða þar um bil. „Guðlaun fyrir matinn,“ sagði gesturinn ef hann kunni að þakka fyrir sig. Vertu bara eins og heima hjá þér er sennilega það vinalegasta sem hægt er að segja við nokkurn mann. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt að opna dyr sínar upp á gátt fyrir ókunnugum. Einhverjir myndu segja það trufla friðhelgi heimilisins. Ég vona bara að væntanlegir gestir kunni að meta pönnukökurnar og rjómann og kunni að þakka fyrir sig.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun