Gagnrýni

Efnilegir Ísfirðingar

Trausti Júlíusson skrifar
Tónlist. Þetta reddast. Stjörnuryk.



Stjörnuryk er rapphljómsveit frá Ísafirði sem sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Platan inniheldur hvorki meira né minna en 17 lög og á meðal gestarappara eru hinn ungi Ísfirðingur MC Ísaksen og bræðurnir Sesar A og Blazroca.

Meðlimir Stjörnuryks sýna oft ágæt tilþrif á plötunni, t.d. í lögunum Ferskur dagur, Ísafjörður, Lífið er kapphlaup og Glætan, en það vantar ennþá töluvert upp á taktana og hljóminn. Stjörnuryk er samt efnileg sveit. Næsta plata verður örugglega betri.

Niðurstaða: Ágætir sprettir, en heildin ekki nógu sterk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×