Magnaður Mugison Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2011 12:30 Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa. Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira