Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna 1. október 2011 06:30 Margrét kristmannsdóttir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira